Enn ein frábæra nýjungin frá MS

Það er alltaf spennandi þegar nýjar vörur koma í verslanir og nú kynnir MS nýjan ferskan mozzarella með basilíku.

„Ferskur mozzarella er ostur ættaður frá Ítalíu og er mörgum kunnur. Mozzarella er rjómakenndur, bragðmildur og einstaklega mjúkur undir tönn. Ferskur mozzarella er mikið notaður í alls kyns matargerð, sérstaklega í rétti eins og salöt, snittur, pasta- og ofnrétti og forrétti ýmiss konar. Nýlega kom á markað nýjung en það eru mozzarellakúlur með basilíku. Basilíka er einmitt það krydd sem oftast er notað með mozzarellaosti og því spennandi að nýta í matargerð," segir meðal annars í fréttatilkynningu en ljóst er að hér er mikill hvalreki fyrir mozzarellaunnendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert