Atriðin sem skipta mestu máli í nýju eldhúsi

Einstök eldhússmíði hjá Garde Hvalsoe.
Einstök eldhússmíði hjá Garde Hvalsoe. mbl.is/Garde Hvalsoe

Er nýtt eldhús í vændum? Þá þarftu að renna yfir þennan lista og sjá hvort þú sért með öll atriðin á hreinu. 

Gerðu plan
Byrjaðu á því að gera plan og leita að innblæstri. Það er mikilvægt að hugsa út í hvað þú vilt ná fram með eldhúsinu - ertu að fara skipta því alfarið út eða flíkka upp á ákveðna hluti. Hvernig ætlar þú að nota eldhúsið, hvað skiptir þig mestu máli? Viltu lokað eldhús, stórt helluborð, geymslurými eða annað? Gott er að heimsækja nokkra eldhúsframleiðanda og fá innblástur í sýningarsal. Næsta skref er síðan að gera tímaáætlun og reyna halda sig við hann þó að slíkt eigi til að skolast aðeins til.

Vandaðu valið
Þú ætlar þér að eiga eldhúsið næstu árin og því er ráð að velja vel - eldhús sem þolir notkun og slit. Þá allt frá skúffueiningum yfir í höldur ef því er að skipta. 

Rétt lýsing
Lýsingin skiptir sköpum! Í eldhúsrýmum er mikilvægt að vera með góða vinnulýsingu auk annarar notalegrar lýsingar sem skapar réttu stemninguna í rýminu. 

Örugga valið
Flestir ganga öruggu leiðina er kemur að því að velja lit á eldhúsið. En það er ekki þar með sagt að þú getir ekki lyft rýminu upp, því auðvelt er að mála vegg eða veggfóðra í eldhúsinu. Nú eða velja litríkar eldhúsgræjur eða hengja upp myndir - möguleikarnir eru margir. 

Rétta gólfefnið
Eldhúsrýmin eru mikið notuð og því mikilvægt að velja gólfefni sem er slitsterkt þar sem álagið er mest. Eins ber að hafa í huga að það sé þægilegt að ganga um á gólfinu ef maður á að til að standa lengi við eldhússtörfin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert