Við lyftum okkur upp með hugsunum okkar. Ef þú vilt efla líf þitt, þá þarftu fyrst að efla hugsanir þínar um það og af þér sjálfum. Hugsaðu um fullkominn þig eða eins og þú vilt vera, alltaf allstaðar. Orison Sweet Marden, 1850 - 1924, rithöfundur og stofnandi tímritsins Success Magazine
Hvernig sérðu sjálfan þig í huganum? Þegar þú hugsar um sjálfan þig eða kallar fram mynd af þér, hvaða gildi sérðu?
ÍMYNDAÐU ÞÉR HVERNIG ÞÚ VILT VERA
Ein öflug leið til að verða sá sem þú vilt vera er að byrja að sjá sjálfan sig eins og þú vilt vera í mismunandi aðstaðum í lífinu. Sem dæmi:
Að viðhalda mynd af fullkominn þú eða þér eins og þú vilt vera," eins og Marden segir í staðhæfingunni að ofan, er mikilvæg leið í að færa þig í áttina að því hver þú vilt vera. Það er ekki nægjanlegt að hugsa um sjálfan sig þannig - þú verður raunverulega að sjá mynd af þér eins og þú vilt vera. Búðu til lítil myndskeið í huganum um þessi mismunandi aðstæður í lífi þínu, sjá sjálfan þig fyrir þér eins og þú vilt vera.
LEITAÐU EFTIR FYRIRMYNDUM
Hugsaðu um fólk í lífi þínu, eða fólki sem þú þekkir, eða jafnvel kvikmyndapersónur, sem þú dáir. Það er mikilvægt, þegar þú ert að búa til þínar innri myndir, að þú finnir fyrirmyndir af hegðun fólks sem þú dáir. Síðan setur þú sjálfan þig inn í þessar myndir, sérð sjálfan þig hegða þér með svo aðdáunarverðum hætti. Hugsanir og fyrirmyndir eru mjög öflug leið í að breyta tilfinningum og hegðun.
Við höfum öll verið forrituð til að bregðast við krefjandi aðstæðum í lífinu í gegnum reynslu okkar þegar við vorum að vaxa. Þú munt halda áfram að bregðast ósjálfrátt eins við nema þú stöðugt ákveðir að endurforrita sjálfa þig. Stöðugt framkallir hugsanir og ímyndir um hver þú vilt vera með þessari endurforritun. Þar sem þú hefur notað gamla forritið allt lífið, þá mun það krefjast samfelldrar meðvitundar í að búa til ný viðbrögð. Þess vegna segir Marden í staðhæfingunni að þú þurfir að Hugsa um fullkomin þig eða eins og þú vilt vera, alltaf allstaðar."
Við höfum öll frjálsan vilja og orku til að vera það sem við viljum vera, en það mun ekki gerast nema með meðvitaðri og samfelldri vinnu. Svona breytingar gerast bara ekki, eða gerast þær hratt. Ef þú ákveður að vilja læra að leika á hljóðfæri, þá verður þú að æfa, æfa og æfa til að geta náð topp árangri. Að verða sá sem þú vilt vera krefst jafnmikillar æfingar, nei miklu meiri æfingar! Hvers vegna ekki að byrja í dag að búa til ímyndina að því hver þú vilt vera og byrja að æfa það strax?