Sigurður Erlingsson - haus
14. ágúst 2010

101 atriði sem ég ætla að gera í þessu lífi !

Jack Canfield sagði einu sinni við mig, Siggi eitt af því sem þú verður að gera er að útbúa lista yfir fallhlif.jpgminnst 101 atriði yfir það sem þú vilt upplifa eða prófa í þessu lífi.  Það eru ótrúlega margir sem eiga sér drauma eða langar að upplifa eitthvað,, en ekki núna heldur einhver tímann seinna þegar betur stendur á.  Síðan vakna þeir upp og árin hafa flogið framhjá, og  tækifærin eru ekki lengur til staðar. Kannski er það eitthvað sem við viljum upplifa með börnunum okkar, en allt í einu eru þau orðin stór.  Við vorum bara of upptekinn í vinnu, eða í skuldabasli og töldum okkur trú um að við gætum ekki sinnt þessu núna. En við ætluðum að gera þetta allt þegar skuldirnar væru uppgreiddar eða aðstæður í þjóðfélaginu betri.   

Það að skrifa niður lista yfir það sem okkur langar til fær okkur til að hugsa og skilgreina hvað það er sem við raunverulega viljum fá út úr lífinu. Við verðum einnig virkari, erum stöðugt að næra okkur og stefna að því að fá sem mest út úr lífinu.

Við vitum ekki hvað lífið mun færa okkur, ef við frestum stöðugt þá  kemur kannski aldrei tíminn sem við ætluðum virkilega að gera allt það sem okkur langaði til.

Tíminn er einmitt í dag, byrjaðu á listanum þínum, tímasettu jafnvel einhverja atburði sem þú vilt upplifa. Síðan er gott að skoða listann reglulega og bæta á hann eða breyta eftir því sem við uppgötvum nýjar langanir.