Ein af algengustu kvörtunum sem hjónabandsráðgjafar heyra í ráðgjafaviðtölum er "við stundum næstum aldrei kynlíf." Þar sem þú gætir mögulega verið orðinn háður reiðinni og nöldrinu í kringum þetta , þá vildi ég vera alveg viss um að þú gerir ALLA réttu hlutina svo þú getir verið áfram reið/ur og pirr-uð/aður.
1. Vertu reið/ur og nöldraðu.
Gefum okkur það að reiði og nöldur eru engan veginn erótísk, vertu viss um að halda áfram að vera reiður og nöldra um skort á kynlífi. Reiði þín og nöldur eru ÖRUGG leið til að slökkva löngunina hjá maka þínum.
2. Nálgastu maka þinn þurfandi.
Bæði karlar og konur hafa tilhneigingu til að missa löngun þegar einhver "þarf kynlíf til að upplifa sig elskaðan og gildandi." Flest kvenfólk laðast ekki að litlum strákum, svo að konur missa algjörlega löngun þegar karlmaður nálgast hana eins og þurfandi lítill strákur sem þarf kynlíf til að upplifa sig gildandi, öruggan og óhultan. Leiðin til að halda áfram að vera þurfandi er að vera viss um að taka EKKI ábyrgð á eigin sjálfsvirðingu.
3. Gefstu upp á sjálfum þér.
Hunsaðu algjörlega tilfinningar þínar og þarfir, settu sjálfan þig til hliðar og gerðu allt sem makinn þinn vill að þú gerir í staðinn. Með því að hunsa algjörlega þínar tilfinningar og þarfir og gera allt sem þú getur til að forðast árekstra, þá tryggir þú að maki þinn ber enga virðingu fyrir þér yfirhöfuð, sem þýðir að hann eða hún fer að sjá þig sem hlut sem hægt er að nota. Því meira sem þú ert ósýnilegur gagnvart sjálfum þér, þeim mun meiri virðingarleysi og kröfur muntu fá frá maka þínum, sem mun endanlega slökkva alla kynlífslöngun. Til viðbótar - því minni virðingu sem þú berð fyrir sjálfum þér, þeim mun minni kynþokka finnst þér þú hafa.
Eða.........
4. Vertu kröfuharður - heimtaðu
Vertu viss um að þú sért fullur sjálfsaðdáunar - kröfuharður um að makinn þinn sinni þér í stað þess að þú sýnir honum eða henni áhuga. Horfðu á maka þinn sem hlut sem á að þjóna þér, og ef þið stundið kynlíf vertu viss um að það sé snöggt og fullnægi einungis þér. Ef maki þinn vill nálgast þig, vertu viss um að stoppa það af og sýna áhugaleysi. Það ert þú sem stjórnar, átt ekki að láta stjórna þér. Það seinasta sem þú vilt er að láta makann stjórna þér.
Til að halda maka þínum uppteknum við það sem þig langar, vertu viss um að vera gagnrýninn, lítillækkandi, sína virðingarleysi, ógnandi og skopast að því þegar maki þinn gerir það sem honum eða henni langar til. Vertu viss um að ásaka maka þinn alvarlega um að vera með sjálfselsku þegar hann eða hún langar ekki í kynlíf, þegar í raun það ert þú sem ert sjálfselskur. Haltu áfram! Það er svona sem þú ert við stjórnvölinn.
5. Vertu sófaklessa
Flest fólk, sérstaklega konur, þurfa einhverja örvun til að finna fyrir löngun til að stunda kynlíf. Vertu viss um að eyða mestum af frítíma þínum í að glápa á sjónvarpið eða hanga í tölvunni eða einhverja aðra léttúðlega hluti, þannig að um það leiti sem þú skríður upp í rúm og þig langar í kynlíf, þá er makinn þinn of leiður á þér eða ótengdur þér til að hafa nokkurn áhuga.
6. Vertu tilfinningarlega ekki til staðar, óframfærinn eða lokaður.
Margt fólk, og sérstaklega konur, þurfa einhverja örvun til að finna fyrir löngun til að stunda kynlíf. Þú getur tryggt að þú færð ekkert kynlíf með því að halda tilfinningarlegri fjarlægð. Óframfærinn, lokaðu á tilfinningar þína, og vertu algjörlega upptekinn af öðru en að vera til staðar þegar þú ert með maka þínum. Haltu þér uppteknum við eitthvað annað en að halda tengslum við makann. Vertu hlédrægur, taktu ekki neitt frumkvæði, verndaðu þig gegn höfnun, í stað þess að taka ábyrgð á því sem þig langar til. Allt þetta mun nokkurn veginn gulltryggja að það verður ekkert kynlíf.
7. Taktu enga líkamlega ábyrgð
Klæddu þig illa, vertu subbuleg/ur, vertu viss um að þú sért ekki í góðu líkamlegu formi - að þú sért annað hvort allt of feit/ur eða of hor-uð/aður. Komdu illa lyktandi í rúmið. Borðaðu ruslfæði og stundaðu ekki líkamsrækt til að tryggja að þú veikist reglulega og sért orku lítil/l. Komdu í rúmmið ölv-uð/aður, þannig að makinn fái skýr skilaboð um að þú þurfir að vera undir áhrifum til að langa að stunda kynlíf með honum eða henni.
Að lokum, raunverulegi lykilinn að því að stunda aldrei kynlíf er að framkvæma einhvern eða alla af ofangreindum hlutum og síðan hafna algjörlega að þeir séu orsök fyrir skorti á kynlífi. Þú getur haldið áfram að vera reið/ur pirr-uð/aður og nöldrandi en aðeins á meðan þú ætlar ekki að taka sjálf/ur ábyrgð á ofangreindum úrkostum.
Ef þú vilt hinsvegar breytingar, vilt njóta þess að stunda fullnægjandi og innihaldsríkt kynlíf með maka þínum, notaðu þá ofangreindan lista sem viðmið yfir það sem á ekki að gera.