Sigurður Erlingsson - haus
28. ágúst 2010

Þú getur það líka !

Hvar sem þú ert núna, líttu þá vel í kringum þig og taktu eftir öllum þessum ótrúlegu hlutum sem wrightbaedur.jpgumlykja þig.
Ég gerði það um daginn og ég varð alveg gagntekinn af þeirri uppgötvun að allt það sem ég sá var einu sinni aðeins mynd í huga einhvers sem gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn.  Tölvan á borðinu, ljósið sem lýsti upp herbergið, kúlupenninn fyrir framan mig, einangrunar kaffibollinn sem ég hélt á, allt þetta var einu sinni aðeins sýn í huga þeirra sem sköpuðu þessa hluti.

Það sem vakti mig til umhugsunar um þetta, var grein sem ég las nýlega í Time tímaritinu um marga frægustu hugsuði 20 aldarinnar. Allt frá vel þekktum einstaklingum eins og Freud og Einstein, til  einstaklinga eins og Philo Farnsworth og Leo Backland, sem fundum upp ekki ómerkari hluti en sjónvarpið og plastið (hver um sig) ásamt fullt af öðrum nöfnum.

Þegar ég las í gegnum greinina sem lýsti lífi þessara miklu hugvitsmanna og horfið í kringum mig og sá hvað þeir höfðu haft ótrúlega mikil áhrif.  Ég var enn minntur á það hvað maðurinn er hæfur til að framkvæma ótrúlegustu hluti þegar hann er að gera það sem hann hefur gaman af, hætta að hlusta á alla sem reyna að draga úr manni með neikvæðum athugsemdum. Fylgja eftir draumunum sínum, hvert sem þeir svo leiða okkur.  Hugsaðu þér hvernig lífið væri í dag ef Thomas Edison, Wright bræður eða Jonas Salk hefðu hlustað á alla efasemdar raddirnar í kringum þá.  Á sama tíma, hugsaðu um allt það frábæra sem við gætum átt, ef allir og þar á meðal þú og ég, ef við stæðum með okkar frábæru hugmyndum og draumum og fylgdum því eftir að láta þá rætast.

Í sama tölublaði af „Time", þá velti Bill Gates, sem er líklega einn mesti hugsuður seinustu og þessarar aldar, fyrir sér þeirri mögnuðu hugmynd Wright bræðra sem flugvélin var, og í framhaldi internetinu, sem tengir fólk, tungumál, hugmyndir og gildi saman.

Hann veltir fyrir sér í greininni, var ætli Wrihgt bræður morgundagsins séu og hann spyr lesandann. „Hverjum hefði dottið í hug í byrjun 20 aldar að eitt af frábærustu framlögunum hefðu komið frá tveimur lítt þekktum, ungum bandaríkjamönnum.

Og svarið er,  auðvitað þeir sjálfir, þeir vissu það, þeir trúðu því. Þeir vissu að þrátt fyrir öll mistökin og erfiðleikana, þá voru þeir örugglega með eitthvað sem var þess virði. Svo þeir hlustuðu ekki á allar efasemdar raddirnar, þeir héldu ótrauðir áfram á móti straumnum, og bjuggum til nokkuð sem breytti heiminum um alla framtíð.

Boðskapur sögunnar er, ÞÚ GETUR ÞAÐ LÍKA .  Heimurinn er þarna úti tilbúinn að taka á móti nýjungum, breytingum og það er þörf fyrir þínar hugmyndir, sköpunargáfu, ástríðu og aðgerðir. Svo hafðu trú á sjálfum þér.