Sigurður Erlingsson - haus
30. ágúst 2010

Náðu árangri !

Til að ná árangri í  verkefnum sem við erum að vinna í, er eitt af lykil atriðunum að taka ábyrgð.  Envelgengni.jpg hvað þýðir það og hvers vegna eru svo margir sem stíga ekki þetta skref.

Þegar við tökum ábyrgð, þá fylgir því að við þurfum að fara að gera eitthvað, leita upplýsinga, hitta einhverja, taka ákvarðanir. Þetta er eitthvað sem við óttumst stundum, oftast vegna þess að við vitum ekki hvað bíður okkar. Við gætum t.d. fengið neikvæð svör, upplifað að okkur væri hafnað. Kannski  við værum að spyrja vitlausra spurninga, værum álitin heimsk eða skrýtin.  Þess vegna velja margir að gera ekki neitt, þó svo að þeim líði illa á þeim stað sem þeir eru.  Fólk sættir sig frekar við þær aðstæður heldur en að stíga í það óþekkta. Til að réttlæta það segir það við sig með mæðusvip  þetta er bara mitt hlutskipti í lífinu" og heldur síðan áfram að vorkenna sjálfum sér.

Ef ég væri til dæmis atvinnulaus og  í atvinnuleit, þá er oft byrjað að einhverjum krafti en fljótlega finnst okkur ekkert vera að ganga. Við fáum engin svör eða ef við fáum svör þá eru þau neikvæð. Það er oft mjög fljótt að fjara undan okkur og við missum vonina.  Við upplifum að við höfum reynt allt og að þetta allt sé það eina sem hægt er að gera.

Þegar við tökum ábyrgð, þá þýðir það að við hættum ekki fyrr en við náum árangri. Við vinnum markvisst í verkefninu. Ef við erum til dæmist að sækja um vinnu, þá setjum við okkur það markmið að sækja um minnst 4 störf á dag og hringja 4 sinnum í viku á hvern stað til að athuga hvort það sé búið að taka ákvörðun.  

En hvers vegna gera það svo fáir, líklegasta svarið er það að við hugsum, ef ég hringi svona oft þá verður viðkomandi örugglega þreyttur á mér, ætli ég fái nokkuð vinnuna ef ég er að gera svona mikið úr þessu.

Ef ég set mér markmið eins og þetta og tek ákvörðun um að taka ábyrgð og sækja um og hringja, þá verður annað mjög mikilvægt að fylgja með. Ég má ekki hljóma þannig að sé í vörn, sé lítill og hræddur og upplifi að ég sé að trufla. Það gengur t.d. ekki að setja; „fyrirgefðu, afsakaðu að ég skuli vera að trufla alltaf svona, en ég var bara að spá hvort þið væruð nokkuð búinn að skoða með atvinnuumsóknina. En ef ég er að trufla þá má það alveg bíða".

Endalausar afsakanir sem hljóma „ fyrirgefðu að ég sé til" eru ekki vænlegar til árangurs.

Þú ert ekki að trufla með svona símtali, líttu frekar á það að þú sért að gera þeim sem þarf að taka ákvörðunina greiða. Hann er að leita að einstaklingi sem er markviss, ákveðinn og fylginn sér, einstaklingi sem tekur frumkvæði og þorir. Til að væntanlegur vinnuveitandi geti haft trú á þér, er fyrsta skrefið að þú hafir trú á þér sjálfur og geislir því svo frá þér.

Ef þú vilt fá aðstoð, kynnast nýjum leiðum til að komast upp úr gamla hjólfarinu, breyta hegðun og ná betri og árangrusmeiri útkomu í lífinu, hvort sem það er í fjármálum, sambandi, sjálfstrausti og betri líðan. Þá vildi ég benda þér á námskeiðin sem eru í boði, þar sem fullt af fólki hefur náð frábærum árangir. 

Byrjaðu því hvern dag á því að horfa í spegilinn og segja „Ég er frábær, ég næ árangri í dag".