Sigurður Erlingsson - haus
20. september 2010

Nýr dagur

Hvert skipti sem við vöknum, höfum við möguleika á að gera daginn í dag að besta degi lífs okkar. vaknaVið eigum valkost í að gera þetta að góðum degi.  Við verðum að nota frjálsa viljann okkar og velja að gera þetta að besta degi lífs okkar. En hvernig gerum við þetta hvern morgun þegar vekjaraklukkan ýtir okkur út úr draumalandinu?

Þegar ég vaknaði einn daginn, heyrði ég að það var rigning úti. Nei, það var ekki bara rigning, það var gjörsamlega grenjandi rigning. Rigning og ég eiga ekki beint samleið, sérstaklega þegar það er búið að rigna í nokkra daga eða ef það er búið að vera skýjað og kalt svo dögum skiptir. Þessi morgunn var einmitt einn af þeim morgnum. Ég nennti ekki á fætur; langaði ekkert að fara í vinnuna; það voru bara miljón hlutir sem ég nennti ekki að gera. Ertu að upplifa þessar neikvæðu tilfinningar sem voru að berjast innra með mér, allt þetta „vill ekki". Það eina sem þetta var að gera fyrir mig var að ég var kominn í vont skap. Ég var kominn á þannig stað að það var ekki að gera neitt fyrir mig eða aðra. Þessi dagur var á leiðinni í að vera stjórnlaus ef ég hefði ekki varann á. Það að vakna upp í skýjaþykkni, þarf ekki að þýða að allur dagurinn þurfi að vera þannig.

Þegar líða tók á daginn, þá fór ég að endurskoða hugsanir mínar. Mér líkar við rigninguna, án hennar væru engin blóm, ekkert grænt gras, engin vötn eða ár sem ég gæti veitt í (með veiðidellu) o.s.frv. Mitt í þessum hugsunum mínum, heyrði ég að allt í einu kom skýfall, rigningin glumdi með enn meiri ofsa á glugganum, og skapið breyttist skyndilega aftur og ég hugsaði „ ég hata rigningu." Þegar þessi breyting varð þá versnaði skapið bara ennþá meira.

Vandamál var í uppsiglingu. Ég vissi það, og ég hafði alla kunnáttu og verkfæri til að halda mér í góðu skapi, en af einhverri ástæðu var mér ómögulegt að standa í ljósinu.  Dökku skýin voru nú að umlykja mig að fullu,  og þunga skapið endurvarpaðist frá þeim.  Því meira sem leið á daginn, þeim mun erfiðara var að reyna að snúa til baka úr myrkrinu.  Loksins tókst mér eftir margar klukkutíma að koma öðrum fætinum inn í ljósið, en hinn var ennþá í myrkrinu.

Leiðin til að hætta að snúast niður á við, út úr dökku skýjum sálarinnar er að skoða valmöguleikana .  Um leið og vekjaraklukkan hringir, augnablikið þegar við erum vöknuð og komin til meðvitundar, liggðu kyrr í hlýju öruggu rúminu og þakkaðu fyrir.  Þakkaðu fyrir allt það góða.  Þakkaðu með hlýju í hjartanu, fyrir allt sem þér hefur verið gefið.  Eftir að hafa farið gegnum þessar hugsanir,  listann yfir það sem þú ert þakklátur fyrir, muntu gleyma að það er ekki sólskin og 20 stiga hiti úti, eða að þú viljir heldur liggja áfram í rúminu.  Þú munt einfaldlega standa á fætur, endurnærður og tilbúinn með eftirvæntingu inn í nýjan dag.

Hér er eitt enn atriði varðandi nýjan dag. Ef við getum lært að lifa hvert augnablik fyrir sig, þá eigum við betri möguleika á að vera hamingjusöm, heilbrigð og glöð.

Við þurfum að læra að höndla einn hlut í einu, og vera í því augnabliki. Setja allar hugsanir um gærdaginn og morgundaginn til hliðar, og upplifa líðandi stund. Eins og stundum er sagt, njóttu augnabliksins og í því augnabliki veldu að vera hamingjusöm manneskja.

Í gær og í dag er rigning og það var líka rigning fyrir 3 vikum síðan. Í dag, er ég hamingjusamur og ég er glaður yfir að vera í vinnu. Ég hef lært að það er svo margt sem hægt er að vera þakklátur fyrir.  Og það sem meira er að ég hef lært að  það að vera alltaf í núinu, raunverulega hjálpar til að gera hvern nýjan dag betri dag.

Valið er þitt. Hvern dag sem við vöknum er nýr dagur til að byrja. Við getum valið að vera önug og með neikvæðar hugsanir um hvað er ekki að ganga í lífinu, hvað við eigum ekki eða hvað er að veðrinu eins og í mínu tilfelli.

Við getum einnig valið að vera glöð og ánægð með það sem er gott í lífinu okkar með því að njóta augnabliksins og halda áfram að þakka fyrir allt sem er gott í lífinu.  Hvernig vilt þú byrja á nýjum degi hjá þér?