Sigurður Erlingsson - haus
22. september 2010

Hvernig lifir þú lífinu til fullnustu - hvernig á að njóta hvers dags

Getur þú ímyndað þér hvernig lífið þitt væri ef þú gætir átt og orðið allt sem þig langar til? Þar sem sunny_dayþú getur átt langt sumarfrí hvenær sem þig langar til? Átt hvernig bíl sem þig langar eða aðra veraldlega hluti sem þú vilt eiga? Eiga vel rekið fyrirtæki eða vera í uppáhalds starfinu?

Það sem málið er að flest okkar eru ekki einu sinni nálægt því að upplifa það sem við viljum, mörg okkar eiga ekki þá hluti sem okkur langar í, og stór hópur veit ekki einu sinni hvað hann vill.

Hvers vegna heldur þú að það sé svoleiðis?

Mig langar að segja þér hvað það er sem er að stoppa þig af í að fá allt það sem þig dreymir um, og ég get gert það í tveimur orðum  - takmarkandi trú

Takmarkandi trú eru þær hugsanir sem þú trúir um sjálfan þig, hugsanir sem stjórna þér og hugsanir sem stjórna öllum þínum gjörðum.

Þessi trú ræður yfir þér og setur þér takmarkanir sem hamla þér að fá það sem þú sæktist eftir í lífinu.

Margt fólk spyr hvað það geti gert til að gera mikilvægar breytingar í lífinu. Hvernig það geti endurheimt stjórn á eigin lífi svo það geti gert, átt og orðið það sem það vill?

Hvernig getur það losnað við þessar takmarkanir? Hvernig getur þú losnað við þessar takmarkanir sem hafa algjörlega stjórnað þér?

Þú þarf að byrja á að uppgötva þessar takmarkandi skoðanir með því að líta í kringum þig og spyrja, hvers vegna hef ég ekki það sem mig langar til. Ef þú átti ekki þá peninga sem þú vilt til að njóta lífsins: spurðu þig þá ,, Hvers vegna"?

Er það vegna þes að þú trúir að efnað fólk sé gráðugt? Eða trúir þú að þú getir einfaldlega ekki aflað meiri peninga? Kannski er það eitthvað annað. Finndu út úr því hverjar þær eru, hripaðu þær niður á blað, og settu síðan upp áætlun um að vinna á þeim, einni af annarri.

Ein leiðin sem þú getur tekið er að taka meðvitaða ákvörðun og hefja aðgerðir í þá átt sem þú vilt, í gangstæða átt við það sem þú hefur trú á.

Þetta er mjög kröftug leið til að breyta takmarkandi trú. Segjum að þú trúir að lífið þitt sé ömurlegt og þú sérð ekkert gott í því. Stórt skref! Þú hefur þá tekið eftir takmarkandi trú sem þú getur byrjað að vinna með.

Vilt njóta hvers dags, hverrar stundar í lífi þínu? Þá getur þú gert þetta:

1.       Lifðu í dag. Taktu ákvörðun um að lifa lífinu. Rúllaðu boltanum af stað með því að njóta dagsins og gera það besta úr honum. Síðan á morgun gerðu það sama. Haltu síðan boltanum rúllandi frá einum degi til þess næsta.

2.       Samþykktu breytingar. Það getur verið að þér líði ekki vel með þessar breytingar, þessa nýju hugsun. Það er mikilvægt að þú samþykkir þessar breytingar sem hluta af þínu nýja lífi. Þetta mun verða auðveldara með hverjum þeim frábæra degi sem þú upplifir.

3.       Vertu tilbúinn að fyrirgefa.  Þetta er mikilvægt svo þú njótir lífsins. Ef þú fyrirgefur ekki fólkinu sem þú berð óvild til, sem gerði eitthvað á þinn hlut, þá er það bara þú sem heldur áfram að þjást. Hinir eru bara að fara í gegnum sinn dag, án þess að upplifa sársaukann sem þú berð. Fyrirgefðu og gleymdu.

Svo þú getir átt gott líf verður þú að vinna með það sem þú trúir á. Lærðu og vertu vakandi fyrir þessum takmörkunum og taktu daglega áskorun um að horfast í augu við þau og vinna á þeim strax. Með tímanum þá breytist hegðun þin og þú færð meir trú á sjálfum þér og hverju þú getur áorkað

Taktu ákvörðun um að lifa lífinu til fullnustu. Þú verðskuldar það.