Sigurður Erlingsson - haus
30. september 2010

Þekkirðu gildi þín

Ég spjalla oft við fólk sem er  óánægt með lífið og þá stefnu sem það er að taka. Einn vinur minn fjolskylda_1030775.jpg sem er rúmlega fertugur,  hefur verið að klifra upp metorðastigann í starfi sínu og náð góðum árangri þar, en er samt vansæll. Eftir að við höfðum átt gott samtal um þetta og svarað erfiðum spurningum, fundum við út að þessi starfsdraumur var ekki hans, heldur var þetta draumur sem foreldrar hans höfðu innrætt hjá honum.  Það kom í ljós að allt lífið hafði hann  valið í andstöðu við sín  eigin grunn gildi.  Hann uppgötvaði allt í einu hvers vegna hann var svona óhamingjusamur.  Að þéna verulega mikið af peningum var einfaldlega ekki eitthvað sem var eitt af hans gildum, hins vegar snérist lífið hans um það að þéna mikla peninga.  Hann var að hafna mörgu sem skipti hann máli og var næst hjarta hans, til þess eins að viðhalda þessu.  Þegar hann hafði uppgötvað hvað það var sem raunverulega skipt hann máli, hver voru hans raunverulegu gildi, þá tók hann skrefin í að byggja upp líf byggt á þeim. Hann byrjaði að endurskipuleggja hvernig hann nýtti tíma sinn, og hann uppgötvaði sína sönnu ástríðu og þá leið sem hann vildi fara í lífinu. Hefur þú einhvern tímann gefið þér tíma til að skrifa niður hver eru þín grunn gildi?  Lifir þú  lífi þínu í samræmi við þau gildi sem þú metur mest?
Um leið og þú getur hlustar á þína eigin rödd, ekki á raddir  foreldra þinna, samstarfsfélaga eða vina, þá fyrst getur þú valið þín eigin örlög. Gefðu þér smá tíma þessa viku og veltu fyrir þér hvernig þú verð tíma þínum og krafti.  

Aðgerðarplan fyrir vikuna:

 

1.       Grunn gildi

Hver eru þín grunn gildi? Fáðu þér blað og skrifaðu niður allt sem er þér einhvers virði. Ekki sía út, skrifaðu bara. Kannski er það frelsi, peningar, ferðalög, sköpun, eða jafnvel fjölskylda. Eftir að þú hefur gert listann, takmarkaðu hann niður í topp 5.  Þetta eru þá þín 5 mikilvægustu gildi. Ég veit að það er erfitt að skera hann niður, en gerðu  þitt besta.

2.       Ertu að virða þessi gildi?

Nú kemur erfið spurning.  Eins og þú verð tíma þínum núna frá degi til dags, ertu að virða þessi gildi sem eru á topp 5 listanum.  Ef eitt af þínum topp gildum er fjölskyldan, en þú ert að vinna 60 stundir á viku og ferðast kannski erlendis í vinnunni í hverjum mánuði, ertu þá að virða þetta gildi? Nei auðvitað ekki. Það getur verið að þú sért að réttlæta fyrir þér að þú sért að meta þetta gildi, vegna þess að þú ert að þéna vel fyrir fjölskylduna, en þú ert ekki til staðar og upptekinn af fjölskyldunni þinni. Svo aðeins þú getur ákveðið hvort það sé þess virði að fórna þessu. Það eru enginn rétt eða röng svör, skoðaðu yfir líf þitt og skoðaðu síðan þau gildi sem þú metur mest og sjáðu hvort það sé samsvörun.

3.       Gerðu breytingar.

Hlutirnir munu ekki breytast af sjálfum sér, það er undir þér komið að skapa þín eigin örlög. Ef líf þitt er ekki í samræmi við gildi þín, þá er tími til að gera breytingar. Þetta er nákvæmlega ástæðan þess hversu vegna margir einstaklingar eru svo óhamingjusamir. Þeir eru að fara á móti stefnu sinni í lífinu, endalaust að synda á móti straumnum.  Ef þú hlustar á hjarta þitt, fylgir ástríðu þinni þá lifir þú lífinu sem þér finnst frábært.  Gefðu þér tíma þessa viku til að skýra hvar þú þarft að gera breytingar.

Ef þú veist ekki hvernig þú átt að leggja af stað, sendu mér þá línu, kannski er eitthvað af lausnum sem ég er að bjóða sem geta nýst þér. 

Gangi þér vel

Eigðu frábæra viku.