Sigurður Erlingsson - haus
21. október 2010

Nýtt upphaf

Allir þeir sem vilja breytingar í lífi sínu, græða sárin og fá frelsun frá fortíðinni, verða að læra hverniggrata.jpg þeir geta byrjað upp á nýtt.

Við sköpum okkur venjur sem eru ekki jákvæðar eða heilsusamlegar.  Venjur sem eru útkoma af áföllum og vonbrigðum úr fortíðinni.  Á þeim tíma sem þær urðu til, þá gerðum við okkur ekki grein fyrir því að þær myndu hafa áhrif á framtíð okkar. Margt fólk sem lifir í lokaða kassanum sínum, gera það vegna þess að einhver sagði eða gerði eitthvað við það, jafnvel sem barn.  Fortölur eins og ," þú munt aldrei ná árangri", "heimskingi", "þú ert ekkert annað er stórt barn", og fleiri hafa rammað inn heiminn sem margt fullorðið fólk lifir í daglega. Það eru ákvarðanir sem þarft að taka og hlutir sem þú þarft að framkvæma þannig að þú getur færst áfram úr fortíðinni. Orð skipta miklu máli. Við búum okkur til ávana í lífinu, sem eru byggðir á þessum athugasemdum og hugmyndum sem við höfum um sjálf okkur. Getum ekki staldrað við og tekið stjórnina, því við vissum ekki að við höfðum tapað henni.

Það fyrsta sem við verðum að gera þegar við ætlum að byrja upp á nýtt í lífinu, er að viðurkenna raunverulegan sannleika um lífið okkar og okkur sjálf.

- Þú verður að meta líf þitt. Við erum hvern dag að láta aðra segja okkur hvað sé rangt og rétt. Hvað hugsar þú um sjálfan þig?

- Vertu hreinskilinn við sjálfan þig. Það er miklu auðveldara að viðurkenna það sem þú ert að gera rangt þegar þú ert einn með sjálfum þér. Þú þarft í einlægni að skoða aðstæðurnar í kringum þig. Það eru einhver vandamál sem við getum ekki lagfært, sum sem aðrir hafa valdið og mörg sem við höfum komið okkur í vegna rangra ákvarðana eða einfaldlega vegna þess að við vissum ekki betur.


- Sársauki sem er tilkomin vegna misnotkunar annarra er ekki þín sök. Þú getur ekki lifað í  fortíðinni hvern dag að hugsa um hvað kom fyrir þig. Sektarkennd er mjög slæm og getur verið banvæn. Hún skemmir drauma og löngun fyrir öllum góðum hlutum í lífinu. Ef þú hefur verið fórnarlamb af einhverri misnotkun, þá er mjög mikilvægt og líklega það mikilvægasta að þú hugleiðir núna að ÞAÐ VAR EKKI ÞÍN SÖK!

- Byrjaðu að byggja upp. Finndu þér meðferðaraðila eða ráðgjafa, hafðu samband við prest eða jafnvel nána vini eða fjölskyldumeðlim. Vertu mjög gætinn og vandvirkur í að velja hvern þú ræðir vandamálin þín við, vegna þess að það hafa ekki allir skilning á því hversu sár þú ert og hvað þér líður illa. Þegar þú ert sáttur við valið, opnaðu þá fyrir alla þessa hluti og aðstæður sem hafa verið falin í svo mörg ár. Þetta er stöðug úrvinnsla. Svo vertu þolinmóður við sjálfan þig.

- Breyttu tómleikanum yfir í von og eldmóð. Bestu orðin og markmiðin sem þú getur deilt með öðrum er von og loforð um betri dag á morgun. Einhver sem hefur upplifað erfiðleika en komist í gegnum þá og séð birtuna í morgundeginum, getur hvatt og hjálpað einhverjum sem finnst allt hafa mistekist í lífi sínu.

Eftir að þú hefur gert aðeins þessa fáu hluti, þá byrjar þú aftur og aftur. Hvað er raunverulega að byrja uppá nýtt?  Það er tilfinningin sem þú hefur þegar þú vaknar á morgnana og finnur að þú ert raunverulega ennþá hér. Alveg sama um sársaukann sem þú fannst í gær, alveg sama um tárin sem runnu í fortíðinni og jafnvel öll vonbrigðin sem virtust taka frá þér alla von um framtíðina, þú ert ennþá til staðar til að segja þína sögu.  Líf þitt hefur gildi, ekki aðeins fyrir þig heldur einnig fyrir einhvern í kringum þig sem virðist geta tengt þetta allt saman með þér.

Ég sjálfur, byrja uppá nýtt á hverjum degi. Ég átti langan tíma þar sem allt virtist standa í stað, eins og ég héldi niðri í mér andanum í margar vikur. Svo stressaður, óráðinn og ráðvilltur um hvað ég ætti að gera næst í lífinu. Þegar ég sat á rúminu mínu og leit um öxl yfir farinn veg, þá gat ég aðeins sagt einn hlut sem hefur orðið leiðarljós í mínu lífi og annarra sem ég þekki, " Hver nýr dagur er tækifæri til að byrja uppá nýtt".