Sérstök aðferð sem ég hef kallað staldra við og endurmeta er í dag orðin fastur hluti í mínu daglega lífi.
Þetta er öflugt og virkt kerfi, sem ég las um, lærði og gerði síðan að reglu í mínu lífi. Þetta hefur veitt mér gífurlega ánægju og fyllt líf mitt af gleði og sælu.
Þessi frábæra aðferð hefur veitt mér það mikla ánægju að ég hlakka alltaf til hvers dags og alls þess sem er framundan á hverjum degi.
Ég stunda ennþá þessa venju og hef gert það í nokkur ár án þessa að missa úr dag. Ég er viss um að þú munt líka gera það, því vil ég deila þessu með þér, þannig að þú getir líka notið gleði í þínu lífi.
Ég framkvæmi þessa aðferð staldra við og endurmeta í enda hvers dags. Ég verð þó að viðurkenna að stundum finn ég að ég er kominn af leið og þá staldra ég við hvaða tíma dags sem er og gef mér tíma til að fá þessa sigurtilfinningu aftur.
Hvað er það sem ég geri?
Hvaða undraverða aðferð er þetta sem ég framkvæmi á hverju einasta kvöldi sem hefur svona mikil áhrif á hvernig ég hugsa, framkvæmi og hvernig mér líður?
Hvað er það sem hefur svona hvetjandi og upplífgandi áhrif í að gefa sér tíma til að staldra við og endurmeta ?
Þessi frábæra, einfalda, bætandi venja sem ég samviskusamlega framkvæmi á hverju kvöldi er eftirfarandi:
Hálftíma áður en ég fer að sofa sest ég niður með minnisbók og loka augunum. Ég gef mér nokkrar mínútur til að hugleiða allt það sem ég hef gert í dag.
Ég skoða allan tímann frá því að ég vaknaði um morguninn og alveg til núlíðandi stundar.
Í hljóði klára ég allan daginn. Ég íhuga, endurmet og skoða allt það sem ég gerði, alveg sama hversu stórt eða lítið það var eða hverju sem það tengdist.
Ég leyfi velgengnis tilfinningu að fylla huga minn, viljandi stjórna henni og læt þá tilfinningu fá alla mína athygli.
Í huganum læt ég þessa velgengnis tilfinningu hvetja mig til enn frekari sigra, þessi sigurtilfinning, gefur mér þann styrkt að ég veit að ég er fær um hvað sem er.
Sú tilfinning að ég geri mér grein fyrir því að ég geti fengið hvað sem er, stillir mig í framkvæmdarhug.
Þegar ég er með þessa sigurtilfinningu, skrifa ég niður hversu frábærlega mér líður, hversu sterkur og öflugur ég er, að ég trúi því að ég sé fær um að framkvæma allt sem mig langar í og þrái.
Í einlægni þá skrifa ég niður allar þær sigurtilfinningar sem ég finn fyrir.
Það að vekja upp þessar ýktu tilfinningar, hvetur mig til að framkvæma meira. Það nærir og færir mér sjálfsöryggi, hvatningu og trú.
Þannig fer ég í háttinn, fullur af krafti, ánægðari og meðvitaðar, í tenglum við minn innri styrk og hæfileika.
Undurmeðvitundin er endurnærð og tilbúinn að vinna úr þessari stund að staldra við og endurmeta, á meðan ég sef magna og styrkja þessa sigurtilfinningu.
Næsta dag er ég endurnærður og fullur af orku og lífsgleði. Sterkur og tilbúinn að taka á móti nýjum degi, tilbúinn til enn frekari afreka.
Mér líður eins og ég sé ósigrandi!
Sigurvegari. Tilbúinn og upplagður til að njóta meiri velgengni.
Langar þig til að framkalla hjá þér þessa sigurtilfinningu, með því að byrja að skrifa niður daglega allt sem þú gerir stórt og lítið og endurspila það í huganum?