Sigurður Erlingsson - haus
3. nóvember 2010

Jákvæðni

Að viðhalda jákvæðu viðhorfi er ekki alltaf auðvelt, sérstaklega þegar fáir í kringum mann hafa bros_1039477.jpgjákvætt viðhorf.  Það virðist vera allt of algengt að fólk sé alltaf að kvarta undan einhverju. Það hefur neikvætt viðhorf gagnvart vinnunni, yfirmanninum, lífinu, makanum, sambandinu, fjárhagsstöðunni, ríkisstjórninni, börnunum sínum og jafnvel veðrinu.

Hvernig í ósköpunum átt þú að geta verið með jákvætt viðhorf, þegar allt þetta neikvæða er í gangi í kringum þig?

Einn af lyklunum á því að viðhalda jákvæðu viðhorfi er að muna alltaf þitt ,,hvers vegna". Hvers vegna byrjaðir þú á því að gera það sem þú ert að gera í upphafi. Sem dæmi, hvers vegna ertu í þessari vinnu, í þessu hjónabandi eða sambandi, eða jafnvel stofnaðir þetta fyrirtæki? Ef ástæðan fyrir því hvers vegna þú ert að gera er nógu sterk, þá munt þú geta viðhaldi jákvæðu viðhorfi, vegna þess að þú veist hvaða niðurstöður þú vilt, hverju þú ert að sækjast eftir.

Ef þú veist hins vegar ekki hvers vegna þú ert að gera það sem þú ert að gera, þá verður mjög erfitt að vera jákvæður.  Kannski byrjaðir þú á einhverju en þú hefur ekki lengur löngun eða ástríðu fyrir því. Hvað gerir þú þá?

Fyrst verður þú að spyrja sjálfan þig, hefur þú raunverulega misst ástríðuna fyrir því sem byrjaðir á, eða ertu einfaldlega í samdrætti eða niðursveiflu.  Þú munt auðvitað ganga í gegnum niðursveiflu, en ef markmiðið þitt er ennþá til staðar, þá getur þú unnið þig áfram í gegnum það.

Stundum breytast aðstæður og þú hefur ekki lengur löngun eða ástríðu til að halda áfram með það sem þú hefur verið að gera í lífinu.  Það er á þessum tímum sem þú verður að endurmeta hverjir drauma þínir og markmið eru. Mundu að þú átt aðeins þetta  líf, svo hver er tilgangurinn að lifa því að gera hluti sem þú hatar að gera.

Þú verður undrandi hvernig neikvætt viðhorfi breytist yfir í jákvætt viðhorf, um leið og þú hefur skýra mynd af þínu ,, hvers vegna" í lífinu.

Þú getur nýtt þér draumaborðin á velgengni.is, til að setja upp markmið þín og drauma og fá skýra mynd af því hvað þú vilt hafa í þínu lífi.