Sigurður Erlingsson - haus
29. nóvember 2010

Kærleikur og þakklæti

Ást bindur fjölskyldur sama og ást er grunnurinn í tilveru hvers einstaklings. Ástin sem bindur jolagjofin.jpgfjölskyldur saman er oft tekin sem sjálfsögð. Ef við gætum skoðað undir yfirborðslega framhlið sem fjölskyldur sýna öðrum, mundum við stundum sjá átök, afprýðisemi, ótta og hatur og  kvíða fyrir alla að hittast á hátíðisdögum eða á öðrum viðburðum sem fjölskyldur almennt deila saman.

Skoðum betur bak við tjöldin hjá tveimur fjölskyldum.  Önnur fjölskyldna einblínir á kærleika, þakklæti, umhyggju og ást. Hin fjölskyldan einblínir á völd, mismun á hæfni einstaklingana, skort og ótta.  Í kringum hátíðisdaga og viðburða í fjölskyldum, þá reynum við að deila tíma með fjölskyldunum okkar, þeim sem við tilheyrum.

Fyrri fjölskyldan trúir að lífið sé frábært, þakklæti og umhyggja er hluti af daglegu mynstri.  Ástin á sér engin mörk í þessari fjölskyldu. Hver einstaklingur kemur með það sem gerir hann einstakann inní fjölskylduna og við það fær allt meiri dýpt.  Með meiri dýpt, kemur meiri kraftur og meiri tilgangur innan fjölskyldunnar.  Dýpri samræður og það að geta deilt hlutum verður auðvelt. Átök, vanvirðing og afprýðisemi verða einungis eitthvað sem  er umræðuefni.  Persónuleg átök munu koma upp (við erum öll mannleg) en aðeins stutt, átökin koma upp en eru leyst og farin um leið.  Allir meðlimir fjölskyldunnar deila jafnt með hinum hugarangri, reynslu og basli. Þeir deila einnig jafnt velgengni og ást.

Seinni fjölskyldan er töluvert öðruvísi. Hver meðlimur býr yfir  einhverri óvild til hinna, og þegar þau hittast, þá er það undir stjórn foreldranna, jafnvel sem fullorðin, og þau eru ennþá að berjast innbyrðis að vera sjálfstæðir einstaklingar. Átökin eru augljós um leið og þau hittast. Þessi fjölskylda lifir í ótta, skorti og fyrirlitningu fyrir hvort öðru. Þau verða öfundsjúk yfir því sem hinir hafa áorkað, eru ekki styðjandi með neinu móti. Þegar þau eru komin saman undir sama þaki, þá hverfa þau aftur til ástandsins í æsku. Foreldrarnir eru við stjórn og börnin vita ekkert.

Í seinni fjölskyldunni eru allir í baráttu við að finna sína eigin rödd, og þau vilja vera séð eins og þau eru sjálf, ekki eins og einhver annar sér þau. Um leið að fjölskyldan hittist verða þessi átök augljós og undirliggjandi. Hver meðlimur upplifir þá spennu að vera ekki elskaður, að fá ekki næga ást og kærleika til að umlykja sig. Gleðin og uppörvunin við að hittast á hátíðisdögum er ekki lengi til staðar, sumir segja jafnvel eitthvað á þessa leið, ég upplifi mig óvelkominn og óæskilegan og átökin byrja.

Seinni fjölskyldan ætlar sér ekki að hafa fjölskyldusamkvæmi svona, en þau vita ekki hvernig þau geta verið öðruvísi.  Uppeldi þeirra er búið að vera svona, þau hafa lært þetta frá hverri kynslóð.  Þessi fjölskylda á erfitt með að deila persónulegum hugsunum og lítil viðleiti til að vera umhugað um hvort annað.  Þessi fjölskylda heldur áfram, en ekki án þess að dæma, skamma og ásaka hvort annað.

Fyrri fjölskyldan, einsetur sér að tileinka sér umhyggju og ást. Seinni fjölskyldan horfir stöðugt á það sem þau hafa ekki, eða sinn eigin ótta. Því miður er það, held ég, fátíðara að fjölskyldur séu eins og fyrri fjölskyldan, en það þýðir ekki að seinni fjölskyldan geti tileinkað sér það sem fyrri fjölskyldan gerir.

Á þessum tíma árs, aðventan  byrjuð,  jólin á næsta leiti og kærleikur og ást virðist liggja í loftinu, skulum við byrja á að stilla huga okkar og hugsanir á kærleika og ást. Við höfum svo mikið sem við getum verið þakklát fyrir, og hvert um sig erum við einstök.  Ef við leyfum hverjum og einum í fjölskyldunni að njóta sín og þeirra einstöku hæfileika sem þeir geta deilt og gefið. Ástin er endalaus, það eru engin mörk.  Við verðum að sleppa ásökununum, skömmunum og því að kenna öðrum um hvernig við sjálf högum okkur.

Taktu þér nú tíma til að vera þakklátur fyrir það hver þú ert og hvað þú hefur einstakt fram að færa. Að vita það að þú komst í heiminn umvafinn ást, inn í fjölskyldu sem innilega í raun vildi ást. Ef fjölskyldan þin skilur ekki eða veit hvernig á að vera fjölskylda án þess að ásaka, skamma eða dæma, sýndu þeim þá huga þinn með aðgerðum.  Tími og fjölskyldur eru dýrmæt, við vitum ekki hvað tíminn er langur sem við höfum,  ást og kærleikur er endalaus.

Sýndu og deildu ást, umhyggju og kærleika með öllum sem þú hittir.