Sigurður Erlingsson - haus
2. desember 2010

Hverju trúir þú?

Er það raunverulega mikilvægt að hugleiða hver eru þau megin atriði sem þú trúir á? Skiptir máli stokkva.jpghvaða grundvallar skoðun þú hefur um sambönd, um heilbrigði þitt, fjármál, getu eða frama?

Þú sérð heiminn í gegnum það sem þú,, trúir á ". Það sem þú trúir á er það sem þú sérð. Ef þú trúir að heimurinn sé fullur af grimmu fólki, þá er það það sem þú sérð - fullt af grimmu, ósanngjörnu fólki. Ef þú hins vegar trúir að í heiminum sé fullt af vingjarnlegu, nærgætnu fólki, þá munt þú sjá fullt af því.

Hvaðan kemur það sem þú trúir á?

Skoðanir þínar eru skapaðar, stjórnað og undir áhrifum frá hugsunum þínum; hugsanir sem þú hefur mótað með þér í gegnum lífið,  þessar sem þér var sagt þegar þú varst ungur, af þeim sem ólu þig upp eða þú umgengst.

Ef þú hugsar sama atriðið aftur og aftur, muntu á endanum trúa þeirri hugsun. Sem dæmi, ef þú hugsar stöðugt að efnað fólk sé gráðugt, mun þú með tímanum, framkalla þessa trú að efnað fólk sé gráðugt.

Með tímanum, mun þessi trú þin verða öflug og mótandi, hún verður eins og meitluð í stein. Hún verður ein af megin skoðunum þínum -  trú sem er undirstaða í því hvernig þú sérð efnað fólk og einnig hvernig þú hugsar um peninga.

Segjum sem svo að þú viljir eignast meiri peninga, og þú reynir af öllum mætti að auka tekjurnar, selja meira, ef þú ert í sölustarfi,  það er líklegra að þér muni mistakast það markmið þitt, vegna þess að skoðanir þínar eða það sem þú trúr á stoppa þig af; þær vilja ekki að þú verðir efnaður.

Hvers vegna?

Vegna þess að þú trúir að efnað fólk sé gráðugt.

Svo að það sem þú trúir á, það sem er ríkjandi skoðun þín, gerir hvað sem er til að stoppa þig af frá því að vera hluti í þessum græðishóp.  Þessi ríkjandi trú þín mun einfaldlega segja, ,, Heyrðu, þú trúir að efnað fólk sé gráðugt, svo þú vilt sannarlega ekki tilheyra þeim hópi.  Haltu þig frá þeim. Þú ert góður gæi. Haltu þig í burtu."

Það sem gerist er að þú munt líklega aldrei verða efnaður. Ef þig langar í meiri pening og vilt verða efnaður, þá verður þú að breyta megin trú þinni varðandi það.

Þú verður að skapa nýja skoðun og trú á því, eins og að; ,, Efnað fólk er vingjarnlegt og gjafmilt." Að öðrum kosti munu þessar hamlandi skoðanir þínar alltaf standa í vegi þinum. Ef þú með einhverjum hætti munt ná að afla mikilla peninga, til dæmis fá arf, þá munu þessi hamlandi trú þín ýta við þér og sjá til þess að þú munt með einum eða öðrum hætti eyða þessum peningum og koma þér eins fljótt og mögulegt er á sama stað aftur, með litla eða enga peninga.

Svo skiptir það máli hvað það er sem þú trúir á?  Hvað heldur þú?