Sigurður Erlingsson - haus
3. desember 2010

Elskaðu sjálfan þig og aðra

Hvaða hugmyndir koma upp hjá þér, þegar þú hugsar um ást? Hlýjar, en reikular tilfinningar - happy-marriage_1046103.jpg hjalandi börn, ástarsambönd, tryggð og alúð eru nokkur atriði sem tengjast orðinu. Hefur þú einhverjar "reglur" og væntingar varðandi orðið, svo sem hvernig fólki beri að umgangast þá er það elskar, eða hvern getur elskað og hver ekki, eða hvernig fólk ætti að tjá ást sína? Öll slík mótuð viðhorf og reglur eru til þess fallnar að virka sem hemill á ást. Ást er ekki fyrirbæri sem ber að versla með, selja, láta af hendi með afslætti eða semja um. Hún er sjálft inntak þess hver við erum og hún á að fá að fljóta frjáls hið innra með okkur.   

Margir hafa haft uppi þá kenningu að ást krefjist þess að hafa einhvern annan fyrir hendi sem elskar þig. Þetta fær fólk aðeins til að takmarka það magn ástar, sem það finnur til, við fjölda þeirra sem elska það sjálft sem einstaklinga. Þú getur ekki öðlast ást þarna "utan frá" og þú getur ekki lagt mælikvarða á ást. Hún á rætur sínar innra með okkur og hún á sér engin takmörk      

Engu máli skiptir hve mjög foreldrar þínir elskuðu þig -  eða elskuðu ekki, hve marga vini þú átt - eða átt ekki. Eða hvort maki eða elskhugi auðsýnir þér meiri ást eða minni. Aðeins skiptir máli hvort þú leyfir ást þinni að flæða frjálst inn í líf þitt. Enginn getur gefið þér meiri ást en þú þegar átt - eða tekið hana frá þér.

Hvernig væri að sleppa öllum föstum hugmyndum, sem þú hefur um ást, reglum og fyrri reynslu, og opna hjarta þitt þess í stað, í þeim tilgangi að finna gnótt þeirrar ástar sem fyrir innan býr? Ímyndaðu þér hvernig líf þitt yrði undir því sjónarhorni!

Innsæi í eðli ástarinnar


Hvernig mundir þú lýsa ást? Hvernig "upplifir" þú hana, hvernig lítur hún út og hvað annað sem þér dettur í hug? Átt þú þér einhverjar "fastskorðaðar" minningar varðandi ást (jákvæðar eða neikvæðar)?

Hverjar eru reglur þína og væntingar til ástar? Býst þú við að njóta einhverrar sérstakrar umgengni (meðhöndlunar)? Heldur þú aftur af ást þinni af einhverri sérstakri ástæðu? Áttu þér einhver mörk hvað þann varðar sem þú vilt auðsýna ást, eða hvort þú lætur hana í ljós, eða hvernig þú krefst að hún sé tjáð?

Hvernig vildir þú skynja ást, hvernig vildir þú að hún liti út og væri auðsýnd í lífi þínu? Hvað og hvern vildir þú vefja örmum?

Hvati til að auka ást þína

Sittu með lokuð augu og í afslöppuðu, einbeittu, íhugunarástandi og leyfðu þér að skynja æðsta form ástarinnar, fyrir ofan og handan við allar reglur og takmarkanir. Í fyrstu kannt þú að sjá hana sem ímynd, tákn eða lit, eða þú kannt aðeins að skynja hana. Leyfðu þér að finna hana og færa hana inn í hverja frumu líkama þíns. Finndu fyrir inntaki hennar og bylgjuhreyfingum hennar og láttu hana flæða um allt þitt rými uns þú verður yfirfullur af henni.

Stemmdu þig inn á brautir og myndir fyrri tímabila ævinnar, sem þú berð hið innra með þér, um ást sem reynst hefur tvíræð eða ósönn. Einni af annarri skaltu hleypa þeim út í geiminn og sjá þær hverfa. Í stað þeirra skaltu láta æðstu bylgjuhreyfingar ástarinnar taka að titra.

Í hvert sinn sem þú finnur til hvatar til að hafa hömlur á ást þinni í garð annarra, þá lokaðu á þá hvöt, eða bregstu við óástríkri framkomu annarra með ástríki, auktu á "hljóðstyrk" þinnar eigin gnóttar af ást, svo enginn geti lagt bönd á það ríkidæmi ástar sem þú átt, svo enginn annar geti stjórnað hve mikla ást þú getur átt, getur fundið til og/eða miðlað til umhverfisins.