Sigurður Erlingsson - haus
28. desember 2010

Tileinkaðu þér fjórar nýjar venjur á ári.

Sálfræðingar segja að 90% af hegðun okkar séu venjur.  Nítíu prósent. Frá þeim tíma sem þúbreytingar.gif vaknar á morgnana þangað til þú ferð að sofa á kvöldin eru hundruðir atriða sem þú gerir eins alla daga.  Meðal annars hvernig þú ferð í sturtu, klæðir þig, borðar morgunmat, lest blöðin, burstar tennurnar, ekur til vinnu, skipuleggur skrifborðið þitt, hvernig þú verslar í matinn og tekur til heima hjá þér.  Í gegnum árin hefur þú komið þér upp venjum sem síðan gefa ákveðna niðurstöður í öllum sviðum lífs þíns, vinnunni, hvaða innkomu þú hefur, heilsu og sambönd.

Góðu fréttirnar eru að þessar venjur hjálpa við að minnka álagið á hugann, þar sem segja má að  líkaminn sé stilltur á sjálfskiptingu.  Það gerir þér kleift að skipuleggja daginn á meðan þú ert í  sturtu og ræða við félaga þinn á meðan þú ert að aka bílnum. Slæmu fréttirnar eru að þú getur verið lokaður inni í ómeðvituðu hegðunarmynstri sem heftir vaxtar möguleika þína og hefur áhrif á velgengni þína.

Venjur sem þú hefur framkvæmt nýlega, hafa áhrif á árangur sem birtist.  Miklar líkur eru á að ef þú vilt ná meiri velgengni í lífinu, þá verðir þú að láta af einhverjum venjum (ekki svara skilaboðum, vaka frameftir að horfa á sjónvarpið, vera með kaldhæðnislegar athugasemdir, borða skyndibita á hverjum degi, reykja, koma of seint á fundi/stefnumót, eyða meiru en þú aflar) og skipta þeim út fyrir venjur sem eru árangursríkari (svara skilaboðum innan sólarhrings, fá 8 tíma svefn á hverri nóttu, lesa eitthvað nýtt í minnst klukkustund á dag, stunda líkamsrækt 4 sinnum í viku, borða næringarríkan mat, vera stundvís, spara 10% af innkomu þinni).

GÓÐAR OG SLÆMAR VENJUR, SKILA ALLTAF ÁRANGRI.

Venjur þínar ákveða alltaf árangurinn.  Fólk sem nýtur velgengni, ráfar ekki bara af slysni á toppinn. Að komast þangað, krefst þess að hafa skýra stefnu, persónulegan aga, og fullt af krafti hvern dag til að láta hlutina gerast.  Þær venjur sem þú tileinka þér frá og með deginum í dag, munu á endanum ákveða hvernig framtíð þín þróast.

Eitt af þeim vandamálum sem fólk sem hefur slæmar venjur á við að eiga, er að afrakstur af þessum slæmu venjum koma of ekki fram fyrr en seinna á lífsleiðinni.  Þegar þú festir í sessi slæman ávana, mun lífið  á endanum skila þér árangri. Þér munt líklega ekki líka hann, en þú munt samt þurfa að taka við honum. Staðreyndin er að ef þú heldur áfram að gera hlutina eins, muntu alltaf fá sömu niðurstöður.  Neikvæðar venjur munu skila neikvæðum árangri, jákvæðar venjur munu skila jákvæðum árangri.

BYRJAÐU Í DAG AÐ TILEINKA ÞÉR BETRI VENJUR, NÚNA!

Það eru tvær aðgerðir sem þú þarft að gera til að breyta venjum þínum:  Fyrsta skrefið er að skrifa niður lista yfir allar venjur sem draga úr afköstum þínum og þær sem hafa neikvæð áhrif á framtíð þína. Leitaðu til annarra til að aðstoða þig við að finna hvað þeir haldi að séu venjur sem eru að takmarka þig.  Leitaðu eftir mynstri. Skoðaðu einnig listann hér fyrir neðan yfir  algengust neikvæðu venjur:

  • Fresta hlutum
  • Skila ekki gögnum eða verkefnum á umsömdum tíma
  • Láta útistandandi skuldir gjaldfalla
  • Koma of seint á fundi eða stefnumót
  • Gleyma nafni, nokkrum sekúndum eftir að hafa verið kynntur fyrir viðkomandi
  • Grípa frammí með athugsemdum, í stað þess að hlusta
  • Svara símanum, þegar þú ert að sinna fjölskyldunni eða átt stund með makanum
  • Svara tölvupósti ekki strax, skoða hann fyrst og afgreiða síðar
  • Vinna frameftir
  • Velja að vinna í stað þess að njóta tíma með börnunum þínum
  • Borða skyndibita oftar en tvisvar í viku.

Þegar þú ert búinn að skrá niður allar neikvæðar venjur, er skref tvö að velja betri og árangursríkari venjur og koma sér upp kerfi til að tileinka þér þær og gera þær eðlilegan hluta af lífi þínu.

Ef þú hefur til dæmis sett þér markmið um að fara í líkamsrækt á hverjum morgni, gætir þú tileinkað þér að fara að sofa einni klukkustund fyrr og láta vekjaraklukkuna hringja einum tíma fyrr.  Kannski viltu koma þér upp þeirri venju að klára verkefnin í vinnunni við lok vinnudags á föstudögum, þannig að þú getir notið þess að eyða helginni með maka og börnum.  Það er frábær venja, en hvað þarftu að gera til að tileinka þér þá venju og ná þessu markmiði. Til hvaða aðgerða þarftu að grípa? Hvernig getur þú hvatt þig áfram og haldið athygli?  Áttu  að útbúa aðgerðarlista yfir hvað á að vera fullklárað fyrir lok vinnudags á föstudag, til að halda þér við efnið?  Áttu að eyða minni tíma í að spjalla við vinnufélagana við kaffivélina?  Áttu að senda gögn sem fólk er að biðja þig um um leið og þú ert að spjalla við það í símann? Áttu að taka styttri matartíma?

HVAÐ MUNT ÞÚ AFREKA EF ÞÚ TILEINKAR ÞÉR FJÓRAR NÝJAR VENJUR Á ÁRI?

Ef þú stefnir að því að tileinka þér aðeins fjórar nýjar venjur á hverju ári, hefur þú eftir fimm ár tileinkað þér 10 nýjar venjur sem gætu fært þér alla þá peninga sem þú óskar þér, frábært ástríkt samband sem þú átt skilið, verið heilsuhraustari, kraftmeiri auk þess að geta valið úr fullt af nýjum spennandi tækifærum.

Byrjaðu á því að skrifa niður fjórar nýjar venjur sem þú vilt tileinka þér á þessu ári. Taktu fyrir eina nýja venju á hverjum ársfjórðungi. Ef þú vinnur samviskusamlega að því að tileinka þér eina nýja venju á 13 vikna fresti, þá munt þú ekki kaffæra þér í óraunhæfum lista af nýársheitum.  Rannsóknir sýna að ef þú endurtekur hegðun í 13 vikur - hvort sem það er að hugleiða 20 mínútur daglega, nota tannþráð, skoða yfir markmið þín, eða skrifa þakkarbréf til viðskiptavina þinna - þá mun hún verða að venju í lífi þínu. Með því að bæta reglulega við einni venju í einu, þá getur þú breytt lífi þínu með undraverðum árangri.

Hér eru nokkur ráð, til að tryggja að þú fylgir eftir því að tileinka þér nýja venju. 
Þú gætir sett upp skilti sem minna þig að á að tileinka þér þess nýju venju. Ég hef lesið um að smá ofþornun getur minnkað andlega getu og hugsun um allt að 30% . Þess vegna ákvað ég að tileinka mér venju sem svo margir heilsuráðgjafar eru að mæla með - drekka tíu glös af vatni á dag. Ég setti upp skilti „Drekka vatn", á símann minn, á skrifstofuhurðina, baðspegilinn og ísskápinn. Önnur mjög öflug leið er að vinna saman með öðrum, halda skrá og gefa hvor öðrum skýrslu um niðurstöðurnar. Fara yfir þær að minnsta kosti einu sinni í viku.

 Gangi þér vel.