Ertu stundum að velta fyrir þér hvers vegna þú ert endalaust fastur í sama farinu. Þú getur verið að gera allt rétt, farið á námskeið eða lesið bók og fylgt öllum reglunum í nokkurn tíma. Upplifað það þú sért að stíga öll réttu skrefin í átt að velgengni, en samt eru kominn í sama farið eftir smá tíma.
Ø Alltaf blankur.
Ø Alltaf jafn þungur eða þyngri.
Ø Alltaf að koma upp sömu uppákomurnar í sambandinu.
Ø Alltaf að komast í sömu vandræðin o.s.frv.
Þetta er pirrandi ekki satt.
Hvers vegna er þetta svona? Það gæti verið að ósýnilegir þröskuldar stæðu í vegi þínum.
Þessir ósýnilegu þröskuldar eru þessar hindranir sem eru ekki áþreifanlegar. Þær eru til staðar í undirmeðvitundinni og tilgangur þeirra er að halda þér í öryggissvæðinu þínu - - alveg sama hvað þú reynir til að breytast og færast áfram. Jafnvel þó svo þú sjáir fyrir þér velgengni, og þú leggir mikið á þig til að gera þá sýn að raunveruleika, þá munu þessir ósýnilegu þröskuldar, skemma fyrir þér með mjög lúmskum hætti.
Hér koma 5 ósýnilegir þröskuldar:
1. Fela getuna þína. Það eru nokkrar leiðir sem við veljum til að fela getu okkar, í gegnum hugsanir, orð og aðgerðir.
Þú gætir verið að fela getu þína í gegnum orð ef þú byrjar setningar með þessum hætti; ,, þetta hljómar kannski heimskulega, en..." eða ,, ég er nú ekki viss um að þetta sé rétt hjá mér....." Þú getur verið að fela getu þína í gegnum aðgerðir ef þú gerir lítið úr sjálfum þér eða ef þú frestar sífellt hlutunum. Þegar þú hefur stöðugt áhyggjur þá ertu að fela getu þín í gegnum hugsanir.
Er það mögulegt að þú sért að skemma fyrir þér, með því að fela getu þína?
2. Ótti. Raunverulegur tilgangur óttans er að tryggja öryggi þitt. En stundum, getur hann dregið úr þér allan mátt og leitt til aðgerðarleysis.
Hefur þú einhvern tímann upplifað höfnun, áfellisdóm, eða vandræðalegar aðstæður? Auðvitað við höfum öll upplifað það. Það er hlutverk óttans að vernda okkur frá þess háttar tilfinningum. Þegar þú ert í þann veg að taka skref í átt að velgengni, þá koma upp 100 ástæður hvers vegna þú átt ekki halda áfram, og þær eru allar komnar út frá ótta.
Getur verið að ótti sé að halda aftur af þér?
3. Gefa frá sér vald. Ef þú upplifir að aðrir séu ábyrgir fyrir því sem er að gerast hjá þér, þá ertu að gefa þeim ákveðið vald yfir lífi þínu. Já, stundum valda utanað komandi aðstæður breytingum í lífi okkar, en það er í okkar valdi hvernig við höndlum þær.
Við getum ákveðið að vera sterk, taka völdin og velja að koma hlutunum aftur á rétt spor. Er það ekki betri líðan að hafa stjórn á eigin lífi - frekar en að láta aðra eða annað vera við stjórnvölinn?
4. Þín innri gagnrýni. Stundum ýtir þessi innri gangrýni okkur til að framkvæma alveg frábæra hluti. En stundum fer þessi innri gagnrýni í yfirgír og í raun hindrar okkur í að ná árangri.
Ef þú talar með neikvæðum hætti við sjálfan þig og þú tekur þig sjálfan niður, þá er innri gagnrýnin skaðleg fyrir þig. Hvað er þá innri gangrýnin að segja þér?
5. Samanburðar skemmdarverk. Þegar við erum endalaust að bera okkur saman við aðra, þá erum við jafnvel að skynja að hæfileikar eru ekki eins góðir og hins eða hinna.
Við erum öll einstök með okkar sérstöku hæfileika. Að bera þig saman við einhvern annan er eins og að bera saman epli og appelsínur. Jafnvel þó þau séu að gera eitthvað sambærilegt og það sem þú ert að gera. Það sem skiptir máli er hvernig þú gerir hlutina á þinn einstaka hátt með þinni einstöku rödd og þínum einstöku hugmyndum.
Ósýnilegu þröskuldarnir geta stundum verið svo lúmskir, þú getur jafnvel ekki tekið eftir því hvernig þeir snerta þig. Taktu sérstaklega vel eftir hugsunum þínum og aðgerðum næstu dag. Haltu dagbók yfir hvernig þú ert að bregðast við mismunandi aðstæðum. Einnig, þegar þú hugsar um hvað það er sem þú vilt, skráðu þá hjá þér svörin. Þú gætir verið undrandi á því hvernig sumar ósýnilegar hindranir birtast.
Um leið og þú ferð að taka eftir þessum þröskuldum sem eru að halda aftur af þér, þá fyrst hefur þú möguleika á að brjóta þá niður, fyrstu skrefin í átt að velgengni.
Nýju námskeiðin sem eru nú komin inn á heimasíðuna mína www.velgengni.is, eru einmitt byggð þannig upp að þú getir fengið aðstoð alla leið. Hægt er að velja1 dags námskeið, 4 vikna námskeið eða NÝTT UPPHAF sem er öflugt 6 mánaða námskeið. Í þessu 6 mánuði er unnið saman að verkefnum í minni hópum og einkaráðgjöf. Ef þú vilt NÝTT UPPHAF , þá gætu fyrstu skrefin verið að skoða möguleikana með okkur.