Sigurður Erlingsson - haus
9. janúar 2011

Hræðsla við mistök

Mistök! Hvaða tilfinningu færðu þegar þú hugsar um mistök? Ófullnægjandi? Ekki verðugur? Ekki mistok.jpgelskaður? Er það svo slæmt að þú tengir mistök þín við gildi þín sem einstaklings.

Flest fólk sem nýtur velgengni í því sem það vinnur við eða í samböndum sínum, hefur upplifað mörg mistök á leiðinni.  Það er mjög oft vitnað í orð Thomasar Edison sem fann upp ljósaperuna, þegar fjallað er um mistök.

„ Ég gerði ekki mistök. Ég hef bara fundið 10.000 leiðir sem ekki virka."

„Það dregur ekki úr mér kjark, því hver misheppnuð tilraun, er eitt skref áfram."

„ Mjög margir gera þau mistök í lífinu að gera sér ekki grein fyrir því hversu nálægt þeir voru að njóta velgengni, þegar þeir gáfust upp."

„ Sýndu mér mjög ánægða manneskju, og ég skal benda þér á mistök."

Ef Edison hefði óttast mistök, eða trúað að mistök þýddu að hann væri ófullnægjandi, þá hefði hann aldrei fundið upp ljósaperuna.

Til þess að njóta velgengni í hvaða hluta lífsins sem er,  verður að endurskilgreina mistök. Í stað þess að líta á mistök sem vísbendingu um að þú sért ekki verðugur, eða óhæfur,  verður þú að líta á mistök sem hluta af leiðinni til velgengni í þeim verkefnum sem þú tekur þér fyrir hendur.  Margir auðugustu einstaklingar sem við þekkjum, upplifði mörg mistök.

Walt Disney hætti í grunnskóla, varð gjaldþrota og lenti í fjárhagserfiðleikum og vandræðum með nokkur fyrirtæki.

Milton Hershey, súkkulaði framleiðandinn og stofnandi af hinu þekkta fyrirtæki Hershey Food Corp., naut loksins velgengni, eftir að hafa orðið gjaldþrota með fyrstu fjögur sælgætisfyrirtækin sín.

Henry Ford varð gjaldþrota eftir fyrsta bílafyrirtækið sem hann stofnaði. Hann naut ekki velgengni fyrr en stofnaði þriðja fyrirtækið, Ford Motor Company.

Quaker Oats varð gjaldþrota þrisvar sinnum, einnig Wirgley fráWrigley‘s tyggjó. Pepsi-Cola varð gjaldþrota tvisvar.

Albert Einstein gekk illa í grunnskóla og hann féll á fyrsta inntökuprófinu í framhaldsskóla sem var Zurich Polytechnic.

Winston Churchill glímdi við ósigra og bakslög stóran hluta lífsins eða áður enn hann varð forsætisráðherra Englands, 62 ára að aldri. Öll hans bestu afrek og framlög voru þegar hann var orðinn eldri borgari.

Lucille Ball var einu sinni rekinn úr leiklistarskóla, vegna þess að hún var svo þögul og óframfærin.

Ef allt þetta fólk sem naut velgengni í lífinu hefði verið hrætt við mistök, þá hefði það aldrei boðið heiminum uppá að njóta hæfileika þeirra.  Þau voru fær um að njóta velgengni, vegna þess að þau litu á mistök sem tækifæri til að draga lærdóm af, frekar en vísbendingu um skort á hæfileikum.

Ertu tilbúinn til að breyta afstöðu þinni um mistök? Ertu tilbúinn að hætta að hræðast hvað mistök segja um þig og einfaldlega skoða hvaða lærdóm þú getur dregið af þeim. Ertu tilbúinn til að frelsa sál þína og gera einfaldlega það sem þig langar til?

Ef hræðslan við mistök er að stoppa þig af í að gera það sem þig langar mest til að gera, þá vil ég hvetja þig til að breyta afstöðu þinni til mistaka. Ég hvet þig til að láta af þessum gömlu hugmyndum þínum  og byrja að líta á mistök sem tækifæri á leið þinni til velgengni. Eða eins og Thomas Edison gerði, ég hvet þig til að líta á hver mistök sem skref fram á við!