Eiga ást og hjónaband alltaf samleið líkt og hanski og hönd? Hjá sumum er það svo, en hjá mörgum ekki.
Hvers vegna ekki? Hvers vegna fjarar ástin út í svo mörgum hjónaböndum?
Í byrjun flestra sambanda sem um síðir verða að hjónabandi, er parið ástfangið og trúir að ástin muni vara að eilífu. Þessar tvær persónur eru svo opin hvert við annað og ástin flæðir svo frjálst á milli þeirra að þau geta ekki ímyndað sér að hún geti ekki enst að eilífu.
Samt, eftir 3 - 6 mánaða hveitibrauðsdaga, tímabil sem flest fólk upplifir í byrjun á nýju sambandi, byrja margir að upplifa vandamál í sambandinu. Þau ákveða jafnvel að gifta sig samt sem áður, í von um að hjónabandið muni leysa þessi vandamál, aðeins til að finna út að vandamálin munu líklega bara aukast.
Án þess að þú og maki þinn hafi bæði alist upp hjá foreldrum sem vissu hvernig þau áttu að taka 100% ábyrgð á þeirra eigin tilfinningum, hefur þú aldrei haft fyrirmynd hvernig það er að taka ábyrgð á eigin tilfinningum í sambandi. Líklega þá gekkst þú í hjónabandið með væntingar um hvernig makinn ætlaði að gera þig hamingjusaman, taka í burtu einmannaleikann og fylla upp í tómleikan. Byrjunin á sambandinu þínu var líklega mjög góð, þegar þið tvö voruð að reyna að gera þetta fyrir hvort annað.
Gallinn er að enginn annar getur gert þetta fyrir þig, sama hversu mikið sem þá langar til þess. Hamingja og innri fullnægja birtist eftir því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig og aðra, ekki hvernig aðrir koma fram við þig. Vissulega er það frábær tilfinning að vera elskaður, metinn og virtur, en ef þú metur ekki, elskar og virðir sjálfan þig, munt þú fljótlega halda að maki þinn sé ekki að uppfylla þarfir þínar.
Til dæmis ef þú hlustar ekki á eigin tilfinningar og tekur ekki ábyrgð á þeim, en kennir í stað þess öðrum um þær, þá skiptir ekki máli hversu ástúðlegur makinn þinn er við þig, þú munt ekki upplifa þig elskaðan né hamingjusaman.
Flest fólk hegðar sér vel í byrjun sambands og reynir mikið til þess að þóknast hvor öðru. En þetta getur ekki enst, ef þú ert ekki að taka ábyrgð á sjálfum þér. Undantekningarlaust, sama hversu þú eða maki þinn reynið að geðjast hvort öðru, hvorugt ykkar er að upplifa að það sé elskað, þegar þið eruð ekki að taka ábyrgð á eigin tilfinningum eins og sársauka, gleði, hamingju og innri friði.
Þegar þið byrjið að upplifa erfiðleika í hjónabandinu, þá er það gott tækifæri fyrir ykkur bæði að fara í þessa innri vinnu, sem þið vissuð ekki að þið þyrftuð að gera þegar þið giftust. Þetta er tækifærið fyrir þig að læra að taka 100% ábyrgð á eigin tilfinningu, bæði sársauka og gleði.
Að læra hvernig þú tekur ábyrgð á eign tilfinningum er ferill sem þú þarft að æfa þig á, en með tíma og þjálfun getur þú lært það ef þú hefur löngun til þess.
Þegar tvær manneskjur læra hvernig þær taka ábyrgð á eigin tilfinningum og hætta að gera maka sinn ábyrgan fyrir eigin sársauka og gleði, finna þau að ástin byrjar að flæða. Aðeins þegar þú ert að gefa sjálfum þér ást, þá hefur þú ást til að deila með maka þínum. Ef þú ert að reyna að elska maka þinn án þess að elska sjálfan þig, þá gæti það endað með því að þú upplifir þig vanræktan og yfirgefinn, því maki þinn er ekki að elska þig á þann hátt sem þú vilt eða þarft að vera elskaður. Aðeins þú getur gert það fyrir sjálfan þig.
Að elska sjálfan sig með því að taka ábyrgð á eigin tilfinningum er kakan og ást maka þíns er síðan kremið sem sett er á kökuna. Það er enginn staður fyrir kremið ef þú ert ekki að útbúa kökuna.
Ást og hjónaband fara saman, en aðeins þegar hvor aðili er að elska sjálfan sig nægjanlega - með því að taka fulla ábyrgð á sínum eigin sársauka og gleði - eiga ást til að deila með hvort öðru.