Velgengni og hamingja eru tilfinningar sem allar manneskjur á jörðinni þrá í hjarta sínu. En samt leita flest okkar að hamingjunni á röngum stöðum, sem veldur okkur enn meiri vonbrigðum og kvöl.
Það er vegna þess að við erum að leita að hamingjunni fyrir utan okkur sjálf, eftir einhverjum hlut eða eftir því að einhver annar færi okkur hamingjuna.
Við förum frá herberbergi til herbergis í leit að demantshálsfestinni sem er utan um hálsinn á okkur.
Við leitum að hamingjunni allstaðar, en við sjáum aldrei hvar hún raunverulega er, sem er í okkur sjálfum.
Ég held að við getum öll samþykkt að hamingjan kemur ekki frá veraldlegum hlutum, eins og að aka flottum bíl eða að vera með mikils metinn titil. ( þó að svoleiðis hlutir geti fært ánægju inn í líf okkar)
Hamingja veltur ekki á öðru fólki, eins og hvort við umgöngumst mikilvægt fólk eða ekki. Að hafa elskandi og styðjandi fólk í kringum sig, færir manni ánægju og skemmtun.
Hamingjan veltur ekki á því hvað gerist, svo ef þú ert á staðnum, þá er það gott og ef þú ferð þá er það líka gott.
Hamingju er ekki hægt að finna í ytri heimi.
Aðal fyrirstaða hamingjunnar er röng hugsun. Til dæmis að halda að einhver eða eitthvað færi manni hamingju.
Hvar finnur maður eiginlega hamingjuna? Hættu að leita fyrir utan þig, eftir einhverju sem aðeins finnst innra með þér. Taktu ákvörðun um að verða hamingjusamur einstaklingur.
Segðu upphátt:
Hamingjan veltur á ákvörðun minni um að vera hamingjusamur einstaklingur.
Hugleiddu það, hefur þú einhvern tímann tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hamingjusamur einstaklingur? Ég myndi giska á að svarið væri NEI.
Hér kemur ákveðið boð til þín um að vera hamingjusamur einstaklingur!
Sameinum orku okkar fyrir hamingju.
Segðu upphátt:
Ég , nafnið þitt, ákveð að vera hamingjusamur einstaklingur núna, þrátt fyrir hvernig veðrið er, hvernig heimurinn er eða það sem gerist fyrir mig. Ég veit að það er réttur minn að vera hamingjusamur. Ég fylli líf mitt af jákvæðni og lýsi allt innra með mér, ég endurheimti hamingjuna og hamingjan endurheimtir mig. Svona einfalt er þetta.