Kínverskt skip, sem grunað er um að hafa rofið sæstrengina tvo í Eystrasalti, hefur varpað akkerum fyrir miðju Kattegat á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Meira
Gyðingar og samkynhneigðir ættu að reyna að koma í veg fyrir það að hægt sé að bera kennsl á þá sem slíka í hverfum Berlínar í Þýskalandi þar sem margir arabar eru búsettir. Þetta segir lögreglustjórinn í Berlín. Meira
Sjötta tilraunaflug Starship, geimskips geimvísindafyrirtækisins SpaceX, hefst innan skamms. Áætlað er að skjóta geimskipinu á loft um klukkan tíu að íslenskum tíma. Meira
Bandarískur kafbátur lenti í fiskveiðineti norskra sjómanna við strendur Tromsø í norðurhluta Noregs. Meira
Danska lögreglan hefur undanfarna tvo sólarhringa gert mikla leit að barni sem talið er að mögulega hafi verið grafið í sláturhúsi í bænum Slagelse. Meira
Grunur er uppi um að kínverskt skip hafi átt hlut í rofi sæstrengja í Eystrasalti. Þetta herma heimildir sænska ríkismiðilsins SVT. Meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að með notkun Úkraínuhers á langdrægum eldflaugum á rússneskri grundu sé næsti fasi í stríði Vesturlanda gegn Rússlandi hafinn. Meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Úkraínuher hafa beitt langdrægum eldflaugum fyrr í dag. Meira
Rannsóknarlögreglan í Finnlandi hefur hafið rannsókn á skemmdum á tveimur sæstrengjum milli Finnlands og Þýskalands en talið er að skorið hafi verið á þá vísvitandi. Meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að það verði skorið úr um það árið 2025 hver vinnur stríðið í Úkraínu. Meira
Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að yfir 200 börn hafi verið drepin í Líbanon á innan við tveimur mánuðum eftir að Ísraelar hertu árásir sínar á Hisbollah-samtökin. Meira
Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segir að ekki megi leyfa Vladimír Pútín Rússlandsforseta að ná sínu fram í Úkraínu. Meira
Þjóðverjar telja að skemmdirnar sem urðu á tveimur sæstrengjum í Eystrasalti hafi orðið af völdum skemmdarverka. Meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun sem felur í sér víðtækari heimild Rússa til að nota kjarnorkuvopn. Litið er á þetta sem skýr skilaboð til Vesturlanda og Úkraínu. Meira
Kanadísk yfirvöld komu nýverið í veg fyrir meint áform Írana um að ráða af dögum Irwin Cotler, fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada, sem hefur gagnrýnt írönsk stjórnvöld harðlega. Meira
Óttast er að margir hafi slasast eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks fyrir utan grunnskóla í Hunan-héraði í suðurhluta Kína. Meira
Marius Borg Høiby, 27 ára sonur norsku krónprinsessunnar Mette-Marit, hefur verið handtekinn, grunaður um nauðgun. Meira
Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt leiðtoga lýðræðissinna í margra ára fangelsi fyrir að grafa undan yfirvöldum. Meira
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem drap 77 manns í Noregi í tveimur árásum árið 2011, mun í dag óska eftir reynslulausn í annað sinn. Búist er við því að hún verði ekki veitt. Meira
Í dag er þess minnst að þúsund dagar eru liðnir frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu hinn 22. febrúar 2022. Meira
dhandler