Mohammed Afif, talsmaður Hisbollah–samtakanna, var drepinn í árás Ísraelshers í Beirút í Líbanon í morgun. Herinn og samtökin hafa bæði staðfest dauða Afif. Meira
Aðstoðarmaður Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa lekið trúnaðargögnum til erlendra fjölmiðla í þeirri trú að upplýsingarnar myndu hafa áhrif á almenningsálit er kemur að viðræðum um frelsun gísla. Meira
„Árásir Rússa á Úkraínu í gærkvöldi, þær alvarlegustu í marga mánuði, sýna að Rússar munu ekki stoppa fyrr en þeir eru stöðvaðir.“ Meira
Pete Hegseth, sem Donald Trump hefur útnefnt sem næsta varnarmálaráðherra, borgaði konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi sáttargreiðslu. Konan undirittaði þess í stað ákvæði um þagnarskyldu, að sögn lögfræðings Hegseth. Meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heimilað Úkraínumönnum að nota öflugar bandarískar langdrægar eldflaugar, eða ATACMS-vopnakerfið, á rússneskri grundu. Meira
Úkraínumenn þurfa að sæta takmörkunum á orkunotkun í öllum héruðum landsins á morgun eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði í dag. Meira
Ísraelska lögreglan handtók þrjá eftir að tvö blys lentu nærri heimili Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra í Caesarea–borg. Meira
„EKKI KLAPPA“, stendur stórum stöfum á varðhundi fyrir utan golfsetur Donalds Trumps, fyrrverandi og tilvonandi Bandaríkjaforseta. Hundurinn er þó enginn venjulegur voffi. Meira
Ölvaður maður var skotinn til bana af frönskum lögreglumanni í úthverfi Parísar í morgun eftir að hann hótaði lögreglunni og kallaði „Guð er mikill“ á arabísku. Meira
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, skýtur föstum skotum að Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í kjölfar þeirrar stóru árásar sem Rússar gerðu á Úkraínu í nótt, rúmum sólarhring eftir að Scholz hafði rætt við Pútín símleiðis. Meira
Ríkismiðill í Líbanon segir að Ísraelar hafi skotið flugskeyti sem lenti innan hverfis í miðborg Beirútar. Meira
Rússar hafa enn á ný ráðist á úkraínska orkuinnviði. Úkraínumenn þurftu í nótt að þola „eina stærstu loftárás“ til þessa að sögn utanríkisráðherra landsins. Pólverjar eru á hæsta varúðarstigi. Meira
Xi Jinping, forseti Kína, lofaði á síðasta fundi sínum með Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, að vinna með Donald Trump eftir að Trump tekur við embætti. Þetta kom fram á blaðamannafundi eftir síðasta Jinpoing með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Meira
dhandler