Þriðjudagur, 1. október 2024

Erlent | mbl | 1.10 | 23:45

Ísraelsher gerir loftárásir á Beirút

Frá árás Ísraelsher á Beirút í Líbanon á mánudag. Herinn...

Ísraelski herinn hóf í kvöld loftárás á Beirút, höfuðborg Líbanons. Sveitir ísraelska hersins fóru inn fyrir landamæri Líbanons á mánudag. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 22:42

Glappaskots Írans verði hefnt

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda á...

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur heitið hefndum eftir loftárás Írans fyrr í kvöld. Hann segir að hefnt verði fyrir drambsamt glappaskot Írans. Meira

Erlent | mbl | 1.10 | 22:10

Norskir rakarar æfir – verða að taka reiðufé

Frá og með deginum í dag kveða norsk lög ótvírætt um að...

Dagurinn í dag markar sigur í langri baráttu norsku samtakanna JA til kontanter, eða „Já við reiðufé“, þar sem í dag tók lagabreyting gildi sem skyldar alla söluaðila vöru og þjónustu í Noregi til að taka við reiðufé. Meira

Erlent | mbl | 1.10 | 21:40

Stál í stál: Varaforsetaefnin mætast í kvöld

Sérfræðingar telja kappræður varaforsetaefnanna vera...

Varaforsetaefni Bandaríkjanna, þeir J.D. Vance og Tim Walz, munu mætast í kvöld í kappræðum sem taldar eru vera þær mikilvægustu á meðal varaforsetaefna í sögunni. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 20:20

„Máttvana atlögu hrundið“

Miller gaf ekki upp hverjar afleiðingarnar yrðu eftir árás...

Loftárás Írans á Ísrael var máttvana og henni hrundið að sögn Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta. Sullivan segir að Íran megi búast við alvarlegum afleiðingum í kjölfar árásarinnar. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 19:03

Palestínumaður lést í árásinni

Íranir söfnuðust saman á Palestínu-torgi í höfuðborg Írans...

Íran skaut um 180 eldflaugum í átt að Ísrael í kvöld. Ísraelski herinn segir í tilkynningu að afleiðingar árásarinnar eigi eftir að koma betur í ljós, en að minnsta kosti einn lést í árásinni. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 18:07

Árás Írans virðist yfirstaðin

Fólk leitar skjóls undir brú í Tel Avív.

Árás Írans á Ísrael virðist vera yfirstaðin í bili. Ísraelski herinn hefur gefið íbúum merki um að þeir megi koma úr skjóli. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 17:42

Hefna Nasrallah með loftárás

Loftárás Írans á Ísrael stendur yfir. Mynd sýnir eldflaugar...

Íranski byltingarvörðurinn segir yfirstandandi loftárás á Ísrael vera hefnd fyrir drápið á leiðtoga Hisbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 16:40

Íran hefur loftárás og skotárás í Tel Avív

Mynd sýnir eldflaugar yfir borginni Tel Avív.

Ísraelsher segir Íran hafa hleypt af stað eldflaugum í átt að Ísrael. Fyrir skömmu varð skotárás í Tel Avív hið minnsta sjö manns að bana og talið er að um hryðjuverk sé að ræða. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 16:15

Assange: Bakslag fyrir blaðamennsku víða Myndskeið

Fréttamynd

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segir bakslag hafa orðið fyrir blaðamennsku á alþjóðavísu á sama tíma og hann sat inni. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 16:11

Sírenur óma í Ísrael

Ísraelsher hefur haldið úti loftárásum á skotmörk í Líbanon...

Sírenur sem vara við yfirvofandi loftárás óma um Ísrael þessa stundina. Fulltrúar ísraelska hersins segja þær hljóma um mitt landið en tilgreindu ekki frekar staðsetningu þeirra. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 15:56

Drengir særðir eftir hnífstunguárás í Sviss

Árásarmaðurinn var yfirbugaður og honum haldið föstum þar...

Þrír drengir eru særðir eftir hnífstunguárás fyrr í dag fyrir utan dagheimili í Zürich. Einn þeirra er sagður alvarlega særður eftir árásina. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 15:55

Á þriðja tug létust þegar eldur kviknaði í rútu

23 létu lífið þegar eldur kviknaði í rútunni.

Í það minnsta 23 létust þegar eldur kviknaði í rútu á þjóðvegi í norðurhluta Bangkok í Taílandi í dag. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 14:00

Loftárás frá Íran sögð vofa yfir

Horft yfir ísraelsku borgina Haifa.

Starfsmaður Hvíta hússins og nafnlaus heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar segir yfirvöld í Íran undirbúa loftárás á Ísrael. Meira

Erlent | mbl | 1.10 | 13:19

Minnst 80 börn látin og hundruð særð

Yfir 300 þúsund börn hafa þurft að flýja heimili sín í Líbanon.

Síðastliðna viku hafa að minnsta kosti 80 börn látið lífið í árásum í Líbanon og hundruð særst. Þá hafa milljón einstaklingar neyðst til að flýja heimili sín, þar af rúmlega 300 þúsund börn, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Líbanon. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 9:04

Rutte hefur engar áhyggjur af Trump

Rutte tók við völdum af Stoltenberg í morgun.

Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, segist ekki hafa áhyggjur af áhrifum mögulegs sigurs Donalds Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum á bandalagið. Hann heitir því jafnframt að halda áfram stuðningi NATO við Úkraínu. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 7:48

Assange: Sekur um að hafa stundað blaðamennsku

Julian Assange ásamt eiginkonu sinni Stellu, ávarpar Evrópuráðið.

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segist aðeins hafa verið sleppt úr haldi eftir margra ára innilokun vegna þess að hann sagðist sekur um að hafa stundað blaðamennsku, sem hann lýsir sem máttarstólpa í frjálsu samfélagi. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 7:40

Þrír drepnir í árásum Ísraela á Damaskus

Lögreglan stendur við bíl í austurhluta Damaskus sem...

Ríkisfjölmiðill Sýrlands segir að þrír almennir borgarar hafi verið drepnir í loftárásum Ísraels á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í nótt. Níu til viðbótar særðust. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 7:08

Sammála um hernaðaraðgerðir í Líbanon

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, hefur lýst yfir stuðningi við Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, eftir að Ísraelsher hóf innrás í Líbanon í gærkvöldi. Meira

Erlent | AFP | 1.10 | 6:42

Segjast hafa skotið á hermenn í Ísrael

Þessi ljósmynd sem var tekin í norðurhluta Ísraels við...

Hisbollah-samtökin segjast hafa skotið á Ísraelsher í ísraelska landamærabænum Metula í morgun. Fram kemur í tilkynningu samtakanna að flugskeytum hafi verið skotið þangað. Meira



dhandler