Neytendur hafa orðið varir við minna úrval af eggjum í verslunum að undanförnu. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mála, sér í lagi í kjölfar brunans hjá Nesbúi um síðustu helgi þar sem sex þúsund hænsnfuglar drápust
„Nú verð ég hlekkjaður við sviðið til jóla,“ segir grínistinn Sóli Hólm sem frumsýnir í kvöld nýja uppistandssýningu í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta er þriðja árið í röð sem Sóli treður upp í Bæjarbíói í aðdraganda jóla
Inga Sæland, Flokki fólksins, talaði mest allra þingmanna á 155. löggjafarþinginu sem frestað var á mánudaginn. Hún er því ræðudrottning þingsins. Inga hefur ekki áður hampað þessum titli. Þetta var óvenjustutt þing, stóð frá 10
Á vettvangi matvælaráðuneytis hefur nú verið ákveðið að kortleggja gæði ræktarlands á Íslandi. Með kortagerð þessari eiga að verða til upplýsingar sem nýtast við stefnumótun um landnotkun, til að tryggja megi meðal annars fæðuframleiðslu og -öryggi
„Hvergi er betra að búa en einmitt hér. Hverfið á sér líka merka sögu og henni var mikilvægt að halda til haga,“ segir Hilmar Hjartarson íbúi í Ásbúð í Garðabæ. Nú fyrr í vikunni var á opnu svæði í Búðahverfi í Garðabæ afhjúpað…
„Þetta er ein besta frétt sem maður hefur fengið lengi,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavík eftir að innviðaráðuneytið tilkynnti að gert væri ráð fyrir fjárframlagi á fjárlögum til að undirbúa jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafnaði í þriðja sæti í fjórða riðli B-deildarinnar í Þjóðadeildinni. Sóknarleikur liðsins lítur vel út og er virkilega spennandi með þá Andra Lucas Guðjohnsen og Orra Stein Óskarsson í fremstu víglínu en varnarleikurinn er stærsti höfuðverkur liðsins í dag
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust 79 umsóknir um hlutdeildarlán í nóvember þar sem sótt var um rúmlega einn milljarð króna. Hins vegar eru 400 milljónir til úthlutunar lána á þessu tímabili. „Af þeim umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í …
Opnað hefur verið fyrir gjaldfrjáls afnot af gagnagrunni nýja víðernakortsins af óbyggðum Íslands. Um er að ræða Shapefile- og GeoTIFF-skrár fyrir sérfræðinga í umhverfis- og skipulagsmálum. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur á vefsíðunni vidernakort.is
Aukinn fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað ríki og sveitarfélögum tugi milljarða króna, er niðurstaða nýrrar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem taka þátt í útboðum af þessu tagi
Þingmenn hafa fáa jákvæða hvata til þess að taka þátt í alþjóðastarfi Alþingis jafnvel þótt alþjóðastarfið feli í sér sum af þeim verkefnum sem skipta framtíð landsins hvað mestu máli. Þá er enn sterk sú ímynd að alþjóðastarfið feli í sér einhvers…
Aðstæður á höfuðborgarsvæðinu árdegis í dag gætu leitt til mikillar loftmengunar af völdum svifryks. Spáð er hægum vindi og þar sem úrkomulaust hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga er ekki ósennilegt að loftmengunar verði vart
Heitt vatn hefur fundist á Kjalarnesi og á Geldinganesi. Þetta markar tímamót því tvö ný lághitasvæði bætast þá við innan höfuðborgarsvæðisins ef allt gengur að óskum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar
Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta segir félagið mundu geta byggt hraðar upp eignasafn sitt ef byggingarhæfar lóðir væru í boði á höfuðborgarsvæðinu. Tilefnið er umræða um skort á hagkvæmum íbúðum en Búseti er þessa dagana að afhenda 42 nýjar íbúðir við Hallgerðargötu 24-26 á Kirkjusandi
Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn. Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi…
Pólsk-kanadíski píanóleikarinn Jan Lisiecki leikur fjórða píanókonsert Beethovens á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 19.30. Segir í tilkynningu að Lisiecki hafi verið í röð…
Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi. Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í fimm skipti á árinu 2024, Freyja þrisvar og Þór tvisvar
„Ég fagna þessum degi gríðarlega. Það er ekki vafi að þessi framkvæmd er stór áfangi í samgöngusögu Íslands. Hún mun fækka slysum, stytta ferðatíma þeirra fjölmörgu sem fara um þetta svæði á degi hverjum
Nú styttist í jólin og allt það sem þeim fylgir. Meðal þess fallega sem fylgir jólunum eru mannúðarstörfin sem sjálfboðaliðar sinna, margir í hljóði, til styrktar góðum málefnum. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ heldur árlegan jólabasar sinn á laugardaginn, 23
„Við vonumst til að verða búnir fyrir jól,“ segir Sigurjón Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann er meðal stjórnenda í þeim 16 manna flokki smiða og verkamanna sem nú vinna að endurbótum á Höfðabakkabrú yfir Elliðaárnar í Reykjavík
„Mannréttindadagur barna er alla jafna í heiðri hafður á leikskólum landsins,“ segir María Ólafsdóttir, móðir á Seltjarnarnesi, en í gær stóðu foreldrar á Seltjarnarnesi fyrir hátíðarhöldum á Eiðistorgi með skemmtidagskrá fyrir börnin
Jón Ármann Steinsson, útgefandi nýrrar bókar um Geirfinnsmálið, er undrandi á því hversu erfitt reynist að koma gögnum með nýjum upplýsingum í málinu til yfirvalda. Embætti ríkissaksóknara telur að rétt sé að vísbendingar eða nýjar upplýsingar í…
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skrifað undir endurskoðaða friðlýsingu náttúruvættisins Hverfjalls í Mývatnssveit. Við endurskoðunina verða mörk svæðisins dregin lengra austan megin við Hverfjall, en dregin nær Hverfjalli vestan við það
Rafvirki á vegum Rarik heimsækir þessa dagana íbúa í Mývatnssveit sem urðu fyrir tjóni þegar mikil truflun varð á raforkukerfi landsins í byrjun október. Vinna við matið hófst í síðustu viku. „Við höfum beðið róleg eftir að þetta góða bréf barst að kvöldi 31
Heita má Brettingur Geir en ekki Geir Brettingur að mati mannanafnanefndar. Er það sökum þess að Brettingur tekur efnifallsendinguna -ur og uppfyllir því ekki skilyrði laga um mannanöfn er varða millinöfn
Mikilvægt er að gera ýmsar þær filmur frá fyrri tíð sem í dag eru varðveittar á Kvikmyndasafni Íslands aðgengilegar á netinu, þá í kjölfar skráningar og yfirferðar. Þetta segir Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur varðveislu og rannsókna hjá…
Út er komin áhugaverð bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and Their Relevance Today. Útgefandi er íhalds- og umbótaflokkarnir í Evrópu, en dreifingu annast Almenna bókafélagið
Isavia hefur valið tilboð þýska fyrirtækisins Heinemann í sérleyfi og aðstöðu til rekstrar fríhafnarverslunarinnar á Keflavíkurflugvelli. Búist er við því að fyrirtækið taki við rekstri fríhafnarinnar í mars
Mikil ánægja var meðal leikskólabarna á Eiðistorgi í gær þegar haldið var upp á mannréttindadag barna. Foreldrar á Seltjarnarnesi ákváðu að halda þessa hátíð í tilefni dagsins til að leyfa börnunum að hittast sem hafa ekki komist í leikskólann í lengri tíma
Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur lést á Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn, níræður að aldri. Ágúst fæddist í Reykjavík 24. mars 1934. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnþórsson Valfells og Helga Bjarnason Valfells
Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er lýtur að breytingu á búvörulögum, og sem í reynd ómerkir breytingu laganna, er til umræðu í Dagmálum í dag. Hafsteinn Dan Kristjánsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, og Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður eru gestir þáttarins
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið hófst í gær og lýkur á mánudag. Samningurinn er í kynningu meðal félagsmanna en fimmti og síðasti kynningarfundurinn verður síðdegis í dag
Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta segir mikla umframeftirspurn vera eftir íbúðum félagsins. „Fyrr í þessum mánuði úthlutuðum við ellefu búseturéttum en fengum 312 umsóknir. Það sýnir hversu mikil þörf er fyrir fleiri íbúðir hjá Búseta,“ segir Bjarni Þór
„Við væntum þess að fá 90 til 100 milljarða fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og með því náum við að lækka skuldir ríkisins um sömu upphæð. Ef þú gefur slíka upphæð, þá lækkar þú ekki skuldir um leið sem væri mjög bagalegt fyrir þær áætlanir …
Árlegir hausttónleikar Karlakórs Grafarvogs verða nk. fimmtudagskvöld, 28. nóvember, og hefjast kl. 20.00 í Grafarvogskirkju. Sigtryggur Baldursson, öðru nafni Bogomil Font, kemur fram á tónleikunum, bæði einn og með karlakórnum
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans eru því núna 8,5%. „Verðbólgan er nánast í frjálsu falli og Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir mun minni verðbólgu á næstunni en áður var talið
„Þetta var nú bara um miðjan dag þrettánda nóvember sem fólk hér á bæjunum tók eftir því að Bergur var horfinn úr fjallinu,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit, í samtali við mbl.is um…
„Það er okkur hjá Barnaheillum sönn ánægja að veita Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð og ömmu Andreu viðurkenningu Barnaheilla árið 2024 fyrir ómetanleg störf í þágu barna,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla
Reykjavíkurborg verður af milljörðum króna í kjölfar dóms Hæstaréttar sem kveðinn var upp í gær, þar sem dómstóllinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms. Um er að ræða langvinnt deilumál á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um úthlutun framlaga úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Tjónið sem bændur urðu fyrir í vor og sumar hefur verið metið á um það bil einn milljarð króna samkvæmt skráningum bænda og samantekt fulltrúa úr viðbragðshópi sem matvælaráðherra skipaði í byrjun sumars
„Starf og þjónusta þjóðkirkjunnar er hluti af mikilvægum innviðum samfélagsins,“ segir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna í Hreppum og nýr prófastur í Suðurprófastsdæmi
Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins
Lönd í Evrópu standa frammi fyrir mjög alvarlegum mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustunni og brýn þörf er fyrir aðgerðir vegna skorts á læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í heilbrigðiskerfum fjölmargra Evrópulanda
Í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í gær samhliða vaxtaákvörðun bankans er vitnað í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Þar kemur fram að 7.800 íbúðir hafi verið í byggingu á landinu öllu í nóvember sem er það mesta sem verið hefur frá árinu 2006