Forsíða |
Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins
Íþróttir
Knattspyrnumaðurinn Radja Nainggolan var handtekinn í stórri lögregluaðgerð í Belgíu á dögunum, grunaður um að smygla kókaíni.
meira
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, var harðorður í garð Marcusar Rashfords eftir sigur liðsins gegn Fulham í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum í gær.
meira
Ítalska hjólreiðakonan Sara Piffer lést í síðustu viku eftir að ekið var á hana á meðan hún var við æfingar á Trentino-svæðinu á Ítalíu.
meira
Ungverski körfuknattleiksmaðurinn Ádám Hanga hefur tilkynnt að hann hafi lagt landsliðsskóna á hilluna eftir 17 ára feril með landsliði Ungverjalands, sem einmitt mætir Íslandi í gríðarlega þýðingarmiklum leik 20. febrúar.
meira
Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki í góðu skapi í gær eftir 2:1-tap liðsins gegn Leicester í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum.
meira
Kansas City Chiefs leikur til úrslita í Ofurskálaleiknum í ruðningi árið 2025 eftir nauman sigur gegn Buffalo Bills í úrslitum Ameríkudeildarinnar í nótt.
meira
Körfuknattleiksdeild KFG hefur verið gert að greiða sekt vegna framkomu áhorfenda á leik liðsins gegn Breiðabliki í 1. deild karla en leikurinn fór fram þann 11. janúar.
meira
Shai Gilgeous-Alexander fór á kostum fyrir Oklahoma City Thunder þegar liðið hafði betur gegn Portland Trail Blazers í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Portland í nótt.
meira
Danska körfuknattleikskonan Ena Viso er gengin til liðs við Grindvíkinga eftir að hafa spilað með Njarðvík í hálft annað tímabil.
meira
Róbert Orri Þorkelsson, fyrrverandi fyrirliði 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Sönderjyske.
meira
Það er þægilegt að tala við Snorra og hann talar alltaf hreint út, sagði Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður Íslands í handknattleik og leikmaður Melsungen í Þýskalandi, í Dagmálum.
meira
Þetta byrjaði á HM árið 1995 á Íslandi, þá fengu leikmenn Íslands bíla frá Ingvari Helgasyni og fólk var að rispa bílana þeirra því það gekk illa, sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
meira
Ísland er úr leik á heimsmeistaramóti karla í handbolta eftir að Króatía og Egyptaland unnu leiki sína, fóru í átta liða úrslit og skildu Ísland eftir í leiðinni.
meira
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum danska knattspyrnufélagsins Köbenhavn að hann megi yfirgefa félagið.
meira
Sérgio Conceicao, knattspyrnustjóri AC Milan, var brjálaður út í fyrirliða sinn Davide Calabria þrátt fyrir að liðið hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Parma, 3:2, í ítölsku A-deildinni í dag.
meira
Reykjavíkurleikunum í sundi lauk nú í kvöld. Um 350 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni þar af komu rúmlega 100 erlendis frá. Mótið var mjög sterkt í ár og fengu íslensku keppendurnir oft mjög harða keppni.
meira
Lisandro Martínez reyndist hetja Manchester United þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
meira
Barcelona fór hamförum er liðið kjöldró Valencia 7:1 í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Staðan í hálfleik var 5:0.
meira
Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk rautt spjald undir lok leiks þegar lið hans Panathinaikos gerði jafntefli við Olympiacos á útivelli, 1:1, í toppslag grísku efstu deildarinnar í kvöld.
meira
Bryan Mbeumo slapp með skrekkinn þegar hann fékk annað tækifæri til þess að taka vítaspyrnu sem hann hafði klúðrað er Brentford lagði Crystal Palace 2:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
meira
fleiri