Píanóleikarinn Erna Vala leikur verk eftir Jórunni Viðar, Johannes Brahms og Béla Bartók á Steinway-flygil Hannesarholts í kvöld, 21. nóvember, kl. 20. Segir í tilkynningu að Erna Vala hafi komið víða fram í Evrópu og Bandaríkjunum auk þess að vinna til verðlauna fyrir píanóleik
Samtök listasafna á Íslandi efna til málþings um styrkjaumhverfi listasafna á Íslandi í dag, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 13-17, í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Í tilkynningu segir að markmið málþingsins sé að draga fram mynd af…
Austfirskir bókaunnendur hafa í hartnær 30 ár getað treyst á heimsókn rithöfunda og skálda í skammdeginu, en samvinnuverkefnið Rithöfundalestin á Austurlandi, sem hófst með samstarfi Vopnfirðinga og Seyðfirðinga, hefur undið upp á sig með árunum og nær nú til Héraðs, Norðfjarðar og Djúpavogs
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona heldur upp á fimmtugsafmæli sitt með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn, 24. nóvember, kl. 16. Á tónleikunum mun Hallveig koma fram með vinum, fjölskyldu og nánasta samstarfsfólki sínu á söngferlinum…
Sýningin Svart og hvítt stendur opin á Borgarbókasafninu í Menningarhúsi Spönginni en þar sýnir Þorvaldur Jónsson, myndmennta- og skriftarkennari. Þorvaldur hefur í námi og starfi rannsakað og tileinkað sér hinar ýmsu leturgerðir, að því er segir í tilkynningu
„Þetta er annað barnaverkið mitt en ég gerði Dagdrauma fyrir nokkrum árum og í kjölfarið skrifaði ég bók en Dagdraumar áttu alltaf upphaflega að vera barnabók. Handritið er til en það hefur ekki enn litið dagsins ljós,“ segir Inga Maren…
Tónlistarkonan gugusar kemur fram á tónleikum í Salnum á laugardag, 23. nóvember, kl. 20 en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld. Er það sögð röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáldin spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna
Norski djasstónlistarmaðurinn Odd André Elveland, frá Improbasen í Osló, mun í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 19-21 kynna aðferðir sínar við að kenna börnum að spila djass eftir eyranu og spinna en kynningin fer fram í sal Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2
Valdakonur samanstendur af þremur brjóstmyndum. Verkin vann Anna Hallin fyrir sýningu sem sett var upp í Listasafni Árnesinga þegar það fagnaði aldarafmæli fullveldis Íslands árið 2018 með því að rýna í menningararfinn í eigin safneign og setja verk …
Alþjóðlegu kvikmyndakeppninni í Cork lauk nýverið og hlaut kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson svokölluð Outlook-verðlaun sem veitt eru af dómnefnd háskólanema. Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar kemur fram að þetta séu elleftu…
Hafnarhúsið Hreinn Friðfinnsson: Endrum og sinnum ★★★★· Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar. Sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17 og fimmtudaga til kl. 22.
„Við erum bara búin að vera mjög upptekin, þetta hefur verið ótrúlega skrýtin rússíbanareið síðustu mánuði. Alveg skelfilega skrýtið,“ segir Svava Johansen eigandi NTC hf. Fyrir tæpum sex mánuðum braust eldur út í þaki Kringlunnar en þar …
Hrafnhildur Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2024 og er nýkomin heim frá Manila á Filippseyjum þar sem keppnin var haldin 9. nóvember. Þar var hún jafnframt valin Ungfrú jarðloft (e
Skáldsaga Mikilvægt rusl ★★★★½ Eftir Halldór Armand. Flatkakan útgáfa, 2024. Innbundin, 246 bls.
Æ, það getur verið svo ágætt stundum þegar þreyta er mikil og sálin kallar á hvíld yfir einhverju léttmeti á skjánum, að skrolla á Netflix undir flokknum rómantískar myndir. Einmitt á slíku kvöldi fyrir skemmstu fann ég þar prýðilega ræmu sem heitir …