Baldur Arnarson baldura@mbl.is
Samtals sjö íbúðir af 160 hafa selst á sex þéttingarreitum í Reykjavík síðan í byrjun síðasta mánaðar. Raunar hefur engin íbúð selst á þremur þessara reita. Meðal þeirra er Snorrabraut 62, 35 íbúða fjölbýlishús sem reist var við hlið Blóðbankans
Útför Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar fór fram í Kristskirkju í Landakoti í gær, en Sigurður lést af slysförum við björgunaræfingu í Tungufljót fyrr í þessum mánuði. „Það eru allir slegnir eftir þetta hörmulega slys,“ segir Jón …
Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is
Óskar Bjarni Óskarsson lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik að yfirstandandi tímabili loknu. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, tekur þá við starfinu af honum. Óskar Bjarni hefur nokkrum sinnum tekið við liðinu í gegnum árin
Alls voru 15 óleystar kjaradeilur á borði ríkissáttasemjara í gær sem vísað hefur verið til sáttameðferðar. Auk þess eru kjaraviðræður í gangi milli viðsemjenda sem hefur ekki verið vísað til sáttasemjara
Lagasetning Alþingis þegar ný búvörulög voru samþykkt í mars á þessu ári, þar sem kjötafurðastöðvum var meðal annars veitt undanþága frá samkeppnislögum, var í andstöðu við stjórnarskrá Íslands. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur…
Controlant tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði sagt upp að minnsta kosti 50 manns, þvert á svið þess, og þar á meðal þó nokkrum úr þróunarteyminu. ViðskiptaMogginn greindi frá því á forsíðu sinni í síðustu viku að uppsagnirnar væru yfirvofandi
Kristján Jónsson kris@mbl.is
Fylgi flokka skiptist töluvert mismunandi eftir kjördæmum og búsetu, en hitt er einnig greinilegt að það á líka við um bakgrunnsbreytur á borð við tekjur og menntun. Að ofan getur að líta greiningar á niðurstöðum síðustu könnunar Prósents fyrir Morgunblaðið, sem birt var á föstudag
„Þetta hefur verið eins og skemmtilegt ævintýri,“ segja stelpurnar í hljómsveitinni Skandal. Þær eru allar nemar á lokaári í Menntaskólanum á Akureyri og hljómsveitin varð til innan veggja skólans
Á Thorvaldsenssafninu í Kaupmannahöfn verður síðdegis í dag opnuð sýning þar sem sérstök áhersla er lögð á tengsl Bertels Thorvaldsens við Ísland. Sýningin er sett upp í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá því að Kaupmannahöfn gaf Íslendingum bronsafsteypu af sjálfsmynd Thorvaldsens í styttuformi
Fyrirkomulag nýrra sjónvarpsverðlauna Eddunnar verður kynnt síðar í vikunni. Útséð er um að hátíðin verði haldin í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni dagskrárstjóra RÚV funduðu fulltrúar sjónvarpsstöðvanna um fyrirhugaða hátíð í gær og von er á yfirlýsingu á næstu dögum
Boðað hefur verið til formlegs samningafundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga í dag, sautján dögum eftir síðasta samningafund. Að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara hefur verið ákveðið að prófa nýja aðferðafræði í deilunni
Alþingisgarðurinn hefur verið friðlýstur, en Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra undirritaði friðlýsinguna í garðinum í gær, með aðstoð Birgis Ármannssonar, fráfarandi forseta Alþingis
Í dag er þess minnst að þúsund dagar eru liðnir frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu hinn 22. febrúar 2022. Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu á Íslandi og Finnlandi, segir í aðsendri grein í blaðinu í dag, að Rússar haldi áfram að…
Maðurinn sem leitar að börnunum okkar og ungmennum, þegar í óefni er komið, er Guðmundur Fylkisson. Hann er gestur Dagmála í dag og ræðir þar starfið og sín kynni af kerfinu sem vinnur með þessa ungu einstaklinga
Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í gær lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Fyrsta skóflustunga vegna framkvæmdanna verður tekin á morgun, miðvikudag
Sigurður Björgvin Sigurðsson, höfundur nýrrar bókar, Leitin að Geirfinni, telur sig vita hvað henti Geirfinn Einarsson að kvöldi 19. nóvember 1974. Geirfinnur hafi beðið bana í átökum en tengist ekki á nokkurn hátt því sem lögreglan og saksóknari…
Áskriftum að tónlistarveitum heldur áfram að fjölga og tónlistarneysla landsmanna fer nær alfarið fram í gegnum streymi. Tekjur af seldu streymi jukust um 13% milli áranna 2022 og 2023 en skýringu á því má meðal annars rekja til verðhækkunar hjá Spotify auk styrkingar evru gagnvart krónu
„Þetta gerist alltaf þegar svona kemur upp, það tekur tíma að útrýma öllum litlum afkvæmum,“ segir Guðmundur Þór Sigurðsson, deildarstjóri fasteigna og umhverfisþjónustu Landspítalans. Nokkur tilvik hafa komið upp að undanförnu þar sem kakkalakkar hafa fundist á Landspítalanum
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is
Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is