Heima er staður fyrir ást

Eva Dögg Rúnarsdóttir er mikið fyrir heimilið sitt og elskar …
Eva Dögg Rúnarsdóttir er mikið fyrir heimilið sitt og elskar að elda. Haraldur Jónasson/Hari

Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Hún er einnig að gera bók um eiturefnalausan lífsstíl með vinkonu sinni Önnu Sóleyju. Húsið hennar og Gústa í Skerjafirði endurspeglar lífsstíl fólks sem hefur búið til eitt vinsælasta bakarí landsins. 

Eva kann að meta að vera ein heima endrum og …
Eva kann að meta að vera ein heima endrum og eins. Haraldur Jónasson/Hari
Hvaða þýðingu hefur heimili fyrir þig?

„Manni á að líða vel heima hjá sér. Eins mikið og ég elska að ferðast og upplifa nýja hluti þá er ég mjög heimakær. Ég elska að vera heima og verð að fá að vera alein heima mjög reglulega. Heima jarðtengi ég mig og held mér í jafnvægi og rútínu.

Þar á að vera pláss fyrir alla. Börnunum mínum á að líða vel. Þau eiga heimilið líka og mega leika sér hvar sem er. Heima er pláss fyrir alla.“

Eva leggur sig fram um að börnunum líði vel heima.
Eva leggur sig fram um að börnunum líði vel heima. Haraldur Jónasson/Hari

Hvað skiptir þig mestu máli heima fyrir?

„Að líða vel. Ég er rísandi meyja svo að ég vil hafa hlutina í reglu. Heima á hver hlutur sinn stað og þannig fæ ég smá ró í hjartað. Einnig nota ég einungis eiturefnalaus hreinsiefni, er dugleg að lofta út og er með mikið af plöntum því að ég vil vera í hreinu umhverfi. Annars er það bogamanninum (mér) mjög mikilvægt að hafa það kósí. Skapa réttu stemninguna. Hafa góða tónlist, kertaljós, reykelsin mín og kjarnaolíurnar.“

Eva leikur sér með liti og form og kapar þannig …
Eva leikur sér með liti og form og kapar þannig réttu stemninguna. Haraldur Jónasson/Hari

Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?

„Örugglega plöntu. ...og fyrir það kristal og reykelsi. En stærsti og nýjasti hluturinn er örugglega bara ísskápurinn minn. Piparmyntugræni SMEG-ísskápurinn sem að ég elska af öllu mínu hjarta. Bæði af því að hann er svo fallegur, en svo geymir hann líka allan matinn minn og ég elska mat.“

Eva keypti sér plöntu síðast þegar hún verslaði inn á …
Eva keypti sér plöntu síðast þegar hún verslaði inn á heimilið. Haraldur Jónasson/Hari
Piparmyntugræni SMEG-ísskápurinn sem Eva elskar af öllu sínu hjarta.
Piparmyntugræni SMEG-ísskápurinn sem Eva elskar af öllu sínu hjarta. Haraldur Jónasson/Hari

Áttu þér uppáhaldshorn eða svæði?

„Svefnherbergið mitt, því ég elska að sofa. Liggja uppi í rúmi og lesa. Það er líka fjólublátt og risa fridu-hengi fyrir fataherberginu mínu. Annars elska ég líka eldhúsið mitt. Eldhúsið er oftast hjarta heimilisins. Þar gerast hlutirnir. Mitt eldhús er líka svo bjart og ég get horft yfir garðinn og fylgst með öllum veðrum og árstíðum út um gluggann. Svo auðvitað öll trúnóin við eldhúsborðið og auðvitað matargerð. Mér finnst mjög gaman að elda, sérstaklega fyrir aðra. Það er líka svo kjarnandi að dunda sér í eldhúsinu. Að gera „kombucha“, „infusions“ og allskonar skemmtilegt er svo gott fyrir sálina. Sérstaklega þegar maður gerir það með öðrum eða fyrir aðra.“

Uppáhalds svæðið hennar Evu er svefnherbergið.
Uppáhalds svæðið hennar Evu er svefnherbergið. Haraldur Jónasson/Hari

Bakarðu heima?

„Eftir að við opnuðum Brauð og Co. er ekki mikið um bakstur heima fyrir því að það er einhvern veginn mun auðveldara bara að hlaupa upp í bakarí. En ég skelli þó stundum í hrákökur og ég elska að gera kókosstykkin mín. En það er varla talið sem bakstur því að það er allt hráfæði.“

Eva er dugleg að skottast út í Brauð og Co …
Eva er dugleg að skottast út í Brauð og Co að versla brauð. Haraldur Jónasson/Hari
Brauð úr Brauð og Co.
Brauð úr Brauð og Co. Haraldur Jónasson/Hari

Hvernig kjarnar þú þig heima fyrir?

„Ég geri lítið annað en að kjarna mig heima, það er svona heimili fyrir mig. Fá smá jarðtengingu og hlaða sig. En ég geri það á allskonar hátt. Bæði með því að hugleiða sem ég geri tvisvar sinnum á dag allavega. Svo geri ég jóga, bæði ein og með börnunum mínum. En ég geri mér líka te, brugga kakó, fæ vini í heimsókn, legg tarot-spil, bý til andlitsmaska og geri alls konar skemmtilega ritúala.

Eva bruggar kakó og fær vini í heimsókn. Leggur tarot …
Eva bruggar kakó og fær vini í heimsókn. Leggur tarot spil og býr til andlitsmaska svo eitthvað sé nefnt. Haraldur Jónasson/Hari

Ég elska að fá vini mína heim og dekra við þá, það er líka stór partur af því að kjarna mig heima. Eins mikið og ég elska að vera ein, þá elska ég líka að vera „hostess“ og láta fólkinu mínu líða vel.“

Áttu hugleiðslu/tilbeiðslu horn?

„Já, hornið mitt við stofugluggann. Þar er stóra frida, plönturnar mínar, hugleiðslupúðinn og bleiki veggurinn. Þar er mjög gott að sitja og hugleiða og horfa út í garð.“

Eva á heilögum hugleiðslustað.
Eva á heilögum hugleiðslustað. Haraldur Jónasson/Hari

Ertu að tileinka þér eitthvað nýtt þegar kemur að heimilinu?

„Nei, ég get nú ekki sagt það. Ekki annað en að ég passa mig á að hafa allt eiturefnalaust, flokka o.s.frv. og er dugleg að hreinsa loftið með „sage“ og „palo santo“. Annars er ég að reyna að minnka og skipuleggja allt miklu betur. Ég er safnari í hjartanu og mun alltaf vera það en þrá líka að lifa mun meira „mínimalískt“. Svo að ég er að lesa Marie Kondo og hægt og bítandi að koma hennar skipulagi yfir á mitt. Það er gott fyrir meyjuna mína og það er svona það nýja sem að ég er að fókusera á núna.“

Eva er dugleg að prófa sig áfram með lífrænar snyrtivörur.
Eva er dugleg að prófa sig áfram með lífrænar snyrtivörur. Haraldur Jónasson/Hari

Draumahlutur eða verkefni?

Já, draumaverkefnið er að vera búin að „kondoa“ allt heimilið gjörsamlega. Ég ætla að gefa mér svona hálft til eitt ár í það. Annars langar mig alveg svakalega í trébekk og standlampa úr Heimili og hugmyndum. Risastórt baðkar og vask úr kristal.“

Að „kondoa“ allt heimilið er að minnka umfang hluta, raða …
Að „kondoa“ allt heimilið er að minnka umfang hluta, raða og gera heimilið einfalt og aðgengilegt. Haraldur Jónasson/Hari

Hefur heimili þitt breyst með árunum?

„Já, heimilin mín eru svo persónuleg svo að það breytist nánast dag frá degi, alveg eins og ég.“

Eva er að endurskipuleggja heimilið daglega.
Eva er að endurskipuleggja heimilið daglega. Haraldur Jónasson/Hari

Af hverju býrðu þar sem að þú býrð?

„Ég elska Skerjafjörðinn!! Það er eins og ég sé uppi í sveit en er samt í 101 og það er mesti lúxus sem ég get ímyndað mér. Hér er ró og sveitastemning en svo get ég alltaf labbað eða hjólað niður í bæ. Mér finnst líka svo gott að vera við sjóinn. Það er rosalega nauðsynlegt fyrir mig.“

Skerjafjörðurinn er rólegur og þar er sveitastemning þó hann sé …
Skerjafjörðurinn er rólegur og þar er sveitastemning þó hann sé steinsnar frá miðbænum. Haraldur Jónasson/Hari

Manstu eftir húsi eða stað sem þú komst á í æsku sem hafði áhrif á hvernig þú hugsar um heimili í dag?

„Já, ég man alltaf sérstaklega eftir húsi Fríðar frænku minnar, sem er systir hennar mömmu. Hún er líka fatahönnuður. Að fara heim til hennar var smá eins og að koma í eitthvert ævintýraland og líka eins og að koma til útlanda. Líka að koma heim til dóttur hennar, frænka mín hún Hrönn, hún er líka fatahönnuður. Þær hafa báðar búið mikið erlendis og draga innblástur úr mismunandi menningu. Heimilin þeirra voru full af tölum, þráðum, efnisbútum, fallegum bókum, list og tískublöðum. Mér fannst draumur að koma til þeirra þegar ég var yngri og skoða allt þetta framandi dót. Enda er það í raun út af þeim sem ég fór að læra fatahönnun og fékk áhuga á þessum lista- og hönnunarheimi. Þær sýndu mér hvað það er gaman að vera með sterkan persónulegan stíl.“

Sterkur persónulegur stíll er mikilvægur að mati Evu.
Sterkur persónulegur stíll er mikilvægur að mati Evu. Haraldur Jónasson/Hari

Hvernig manneskja ertu heima fyrir? Eins og í vinnunni eða?

„Já, ætli það ekki bara, ég er nú alltaf frekar svipuð, bara ég sjálf. Kem rosa mikið bara til dyranna eins og ég er. Ætli ég sé ekki aðeins rólegri heima fyrir. Þá get ég verið „introvert“ í friði.“

Eva kemur til dyranna eins og hún er klædd. Sjálfsörugg, …
Eva kemur til dyranna eins og hún er klædd. Sjálfsörugg, auðmjúk og situr vel í sér. Haraldur Jónasson/Hari

Lestu bækur? Hvað ertu að lesa núna?

„Ég er mikill lestrarhestur og elska að lesa. Ég er með Amazon og Audible „addiction“ og les oftast nokkrar bækur í einu. Hlusta í vinnunni þegar ég er að teikna, og les mismunandi bækur á kvöldin og daginn. Akkúrat núna er ég að lesa Soul Mates eftir Thomas Moore, The Untethered Soul eftir Michael A Singer og Anatomy of the Spirit eftir Caroline Myss. Einnig er ég með nokkrar kundalini jógabækur í gangi því að ég er nýástfangin af kundalini jóga og drekk allar upplýsingar um það í mig og æfi mig svo.“

Eva í eldhúsinu.
Eva í eldhúsinu. Haraldur Jónasson/Hari
Jógamottur fyrir fjölskylduna.
Jógamottur fyrir fjölskylduna. Haraldur Jónasson/Hari
Fallegt samspil lita og forma. Heimilið hennar Evu er heiðarlegt …
Fallegt samspil lita og forma. Heimilið hennar Evu er heiðarlegt og einlægt, rétt eins og hún. Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál