Stóru leyndarmálin

Konur eru sjálfhverfari þegar kemur að kynlífi en margur heldur. …
Konur eru sjálfhverfari þegar kemur að kynlífi en margur heldur. Það á sér eðlilega skýringu. Kannski mætti segja að það sé móteitur við það sem konur þurfa að vera í samfélaginu. Nærandi fyrir aðra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Þetta kemur fram í viðtali við Goop

„Karlar hafa mun meiri og lengur kynferðislegan áhuga á maka sínum en konur.“

Perel segir jafnframt áhugavert að skoða hvernig menn sem eru tilbúnir í samband með skuldbindingu gefa meira af sér en konur í slíkum samböndum. „Þeir tala gjarnan um hversu mikla ánægju þeir fá út úr því að stunda kynlíf með maka sínum og sjá hann njóta kynlífsins. Gæði kynlífsins vega þeir þá í hlutfalli við hversu vel maka þeirra líkar kynlífið. Á meðan þú heyrir konur sjaldan segja: Það sem kemur mér mest til er að sjá hann njóta kynlífsins. Það sem virðist koma konum mest til, er að geta komið maka sínum til. Leyndarmál kynhneigðar kvenna er því að mörgu leyti sjálfhverft. Kannski mætti segja að þetta sé móteitur við það sem konur þurfa að vera í samfélaginu. Þar sem þær eru alltaf að hugsa um aðra. Þannig er gott kynlíf fyrir konu að þurfa ekki að hugsa um aðra en sig á þessari stundu. Fá að vera konan sem hún er í staðinn fyrir mamma, systir eða dóttir.“

Perel segir að hefð sé fyrir því að túlka losta kvenna fyrir kynlífi minni en karla. „Konur eiga að öllu jöfnu að mati samfélagsins að hafa minni áhuga á kynlífi, en það er í raun og veru ekki svo. Ef þú setur þessa sömu konu í samband með nýjum karlmanni, þar sem fer af stað ný saga og hún er í nýju hlutverki, eykst kynferðisleg löngun hennar. Í raun og veru þarf konan að upplifa sig eftirsótta í eigin lífi, að vera hrifin af sér í sínu umhverfi til að langa í kynlíf. Kynlífslöngun kvenna hefur svo mikið með þeirra innri rödd að gera. Hvort þær geti elskað sig eða séu að rífa sig niður og gagnrýna. Hvort þeim finnist þær sjálfar sætar og sexý. Kynferðisleg þrá kvenna verður þegar þær eigna sér löngunina í sig.“

Hvað eiga karlmenn erfitt með að gera þegar kemur að kynlífi?

„Ég held að þeir eigi erfitt með að biðja um stuðning og nánd þegar kemur að kynlífi. Ég hitti mann um daginn sem er sérstaklega metnaðargjarn og nýtur velgengni í lífinu. Hann á konu sem vinnur vel og leggur hart að sér. Fyrir einhverju síðan upplifði hann mikla erfiðleika í vinnunni og hann sagði mér að það eina sem hann hefði viljað á þessum tíma væri að konan hans hefði lagt höndina á öxl hans og hrósað honum. Hann óskaði þess að hún hefði sýnt honum stuðning og blíðu. 

Eitt af stóru leyndarmálunum er að karlmenn eiga erfitt með …
Eitt af stóru leyndarmálunum er að karlmenn eiga erfitt með að biðja um stuðning og nánd þegar kemur að kynlífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ég held að karlmenn vilji finna fyrir aðdáun, í raun þrá allir aðdáun. Eins vilja karlar finna stolt frá maka sínum. Konur geta verið harðar við sig og gagnrýnt sjálfar sig og þegar þær leyfa sér þessa hegðun gagnvart sjálfum sér leyfa þær sömu hegðun gagnvart maka sínum. Konur þurfa oft að vera á mörkum þess að missa maka sinn til að komast á þann stað að vera opnar fyrir hvað þær kunna að meta við maka sína.“

Sjá meira um stóru leyndarmálin í kynlífinu í grein Goop hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál