Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

Það borgar sig ekki að halda málum tengdum fjármálum leyndum …
Það borgar sig ekki að halda málum tengdum fjármálum leyndum í sambandinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að sofa hjá öðrum en maka sínum. Það er einnig hægt að halda fram hjá fjárhagslega. Það telst vera fjárhagslegt framhjáhald þegar fólk blekkir fólk meðvitað þegar kemur að peningum. Á þetta við fólk sem hafði staðið í þeirri trú að það talaði af hreinskilni um fjárhag sinn eins og gjarnan á við í samböndum. 

Í rannsókn sem Men's Health greinir frá kemur fram að 27 prósent fólks viðurkenna að hafa framið þennan glæp. 

Fólk sem er skipulagt og hægt að treysta á er ólíklegra til þess að halda fram hjá maka sínum á þennan hátt. Niðurstöðurnar auk þess styðja þá tilgátu að ánægja með líf og hjónaband sé minni hjá þeim sem hafa upplifað fjárhagslegt framhjáhald. 

Samkvæmt rannsókninni heldur fólk fram hjá fjárhagslega á 14 vegu. Á meðan sumir hlutir eru alvarlegir eins og að lýsa yfir gjaldþroti er annað frekar hversdagslegt eins og að ljúga til um verð á hlutum.

Á eftirfarandi nokkuð við þig?

Að halda því fram að ný kaup séu gömul.

Segja að þú hafi keypt eitthvað á útsölu þegar raunin var önnur. 

Fela kaup og kvittanir. 

Taka peninga frá söfnunarpeningum án þess að segja maka.

Fela kortayfirlit. 

Eiga leynikort. 

Leyna peningum fyrir maka. 

Leyna skuldum. 

Halda launahækkun eða bónus leyndum. 

Eyða peningum í börnin í leyni.

Eyða peningum í fjárhættuspil í leyni. 

Ljúga til um kostnað á því sem var verið að kaupa. 

Eyða peningum í hluti tengda klámi eða nektardansstaði og segja ekki frá. 

Lýsa yfir gjaldþroti án þess að segja maka frá. 

Heiðarleiki borgar sig.
Heiðarleiki borgar sig. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál