9 brúðkaupsleyndarmál

Sérfræðingar deili reynslu sinni. Eitt af því sem þeir ráðleggja …
Sérfræðingar deili reynslu sinni. Eitt af því sem þeir ráðleggja er að setja símann til hliðar allan brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Eftirfarandi eru 9 leyndarmál sem sérfræðingar í að plana brúðkaup tóku saman. 

1. Settu símann til hliðar allan daginn

Sérfræðingar í brúðkaupum eru sammála því að dagurinn verði skemmtilegri þegar símanum sé lagt til hliðar þennan dag. Með því að hafa símann í töskunni og benda fólki á að hringja í aðila í þínum innsta hring, þá upplifir þú daginn dýpra. Mikilvægt er að sá sem fær símhringingar til þín sé vel inni í öllum plönum og ónáði þig ekki að óþörfu.

2. Það mun alltaf eitthvað fara úrskeiðis

Það sem er mikilvægt að muna á brúðkaupsdaginn er sú staðreynd að alveg sama hversu vel skipulögð brúðkaup eru, þá fer alltaf eitthvað úrskeiðis. Það er reglan en ekki undantekningin. Gerðu ráð fyrir því í þínu brúðkaupi og slepptu tökunum og treystu að sama hvað gerist, þá má þetta vera þinn dagur. Fullkomlega fallegur í öllum sínum ófullkomleika.

Ekki fela þig á bak við þá hugsun að allt …
Ekki fela þig á bak við þá hugsun að allt þurfi að vera fullkomið á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Thinkstockphotos

3. Gerðu minna en meira

Sérfræðingar í brúðkaupsmálum eru sammála um að brúðhjón hafi tilhneigingu til að reisa sér burðarás um öxl. Þess vegna mæla þeir með því að gert sé minna en meira. Fáir vel hugsaðir hlutir virka betur en margir sem fá litla athygli.

4. Leggðu áherslu á ljósmyndatöku

Þó að dagurinn lifi út lífið í huga þínum og maka þíns, þá er vel þess virði að eyða sérstaklega í ljósmyndatökuna. Þannig geturðu endurupplifað daginn reglulega. Taktu þér góðan tíma fyrir myndatökuna og mundu að það er enginn að bíða eftir brúðhjónunum. Góður veislustjóri sér vanalega um að halda uppi stemningunni. Þið getið tekið allan þann tíma sem þið viljið.

Gott er að taka tíma fyrir myndatöku og muna að …
Gott er að taka tíma fyrir myndatöku og muna að gestirnir geta skemmt sér sjálfir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

5Farðu varlega í áfengið á brúðkaupsdaginn

Það eru fá tilefni eins mikilvæg í lífinu og brúðkaupið. Mikil spenna hefur myndast í aðdraganda stóra dagsins og margir hafa fallið á því prófi að halda sér innan eðlilegra marka þegar kemur að áfengi í sínu eigin brúðkaupi. Sérfræðingar eru því sammála um að tvö til þrjú glös af kampavíni yfir daginn sé gullin regla í eigin brúðkaupi.

6. Leggðu áherslu á brúðartertuna

Sama hvað þú leggur mikið í brúðkaupið eru sérfræðingar sammála um að aldrei skyldi spara í brúðartertuna. Hún er ákveðin táknmynd brúðkaupsins og má alltaf hafa einfaldar veitingar, á meðan brúðartertan er reisuleg á miðju borðinu.

7. Passaðu upp á að nærast á brúðkaupsdaginn

Sérfræðingar segja að alloft verði þeir varir við að brúðhjón gleymi að borða yfir daginn og verði svo orkulaus í veislunni. Það sem er mikilvægt að muna er að hafa vatn við höndina allan daginn og svo má vera með ávexti eða orkustykki við hönd, þannig að blóðsykurinn falli aldrei niður á þessum degi.

8. Ekki leyfa fullum gestum að skemma ræðuhöldin

Þegar velja á veislustjóra er mikilvægt að velja ábyrgðarfullan einstakling sem er með góð mörk. Mikilvægt er að hann sé vakandi fyrir ástandi veislugesta á meðan herlegheitin standa sem hæst. Ef einhver hefur misst sig ofan í kampavínsflöskuna er engum greiði gerður með að sá hinn sami flytji ræðu í brúðkaupinu. Sérfræðingar segja að mikilvægt sé að ræða þetta atriði við veislustjóra fyrir stóra daginn.

9. Njóttu dagsins og vertu glöð/glaður

Það sem sérfræðingar segja að geri gæfumuninn þegar kemur að brúðkaupum er hvort brúðhjónin sjálf njóta sín eða ekki. Þau brúðhjón sem treysta því að gestir þeirra hafi ofan af fyrir sér sjálfir og gera ráð fyrir því að fólk sé komið til að gleðjast með þeim, skapa andrúmsloft sem er búið til fyrir gleði og skemmtilegheit. Andstæðan við þetta er stressuð brúðhjón sem hafa áhyggjur af því að enginn skemmti sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál