„Ég hef yngst um mörg ár“

Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro.
Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro.

Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi bpro heilsölunnar, er búinn að bæta við sig nýju merki sem heitir Comfort Zone sem er með hliðarlínuna Skin Regimen. 

„Þetta eru lúxusvörur og er sami eigandi að því og okkar fallega hárvörumerki Davines. Þeirra aðalsmerki er að hugsa um jörðina okkar að öllu leyti og þeir eru sem dæmi búnir að kolefnisjafna allt tengt framleiðslunni sinni í mörg ár.“

Þú hefur ekki farið í felur með það að þú elskar góð krem. Hvað er það við þessa línu sem heillar þig?

„Ég er yfir mig spenntur fyrir Skin Regimen, en þeir koma inn á markaðinn með alveg nýja nálgun við húðumhirðu fyrir nútímafólk sem lifir hröðu og krefjandi lífi. Vörurnar draga úr áhrifum streitu og mengunar til að hjálpa okkur að líta sem best út alla daga. Það er smá eins og að gera upp á milli barnanna minna að ætla að velja eitthvað uppáhalds, en ég held ég verði að segja /skin regimen/ cleansing cream og night detox-maskinn. Ég hef yngst um mörg ár eftir að ég fór að nota þessar vörur,“ segir hann og hlær. 

Hvaða þýðingu hefur það fyrir ykkur að fá þetta Comfort Zone inn?

„Fyrir bpro að fá svona flott merki inn til okkar þýðir aðeins eitt, að við þurfum að leggja okkur 100% fram og sýna merkinu þá virðingu sem það á skilið eins og við höfum gert með okkar hárvörur.

Þótt ég sé oft beðinn um eða boðið að taka inn nýtt og segi nei takk í 99% tilfella er sumt sem er bara ekki hægt að afþakka. Ég er stoltur að fá þetta tækifæri og hvað þá ef það hugsanlega er líka að stuðla að bættri jörð.

Fyrir mér er þetta bara mikil ábyrgð sem þarf að standast svo allt verði fallegt og rétt gert, þar er ég líka í toppmálum því það er eins og ég hafi líka fengið að velja gourmet-lið mér við hlið. Við erum ansi mörg í bpro og er ég ekki minna stoltur af mínu gengi sem gefur ekkert eftir í þeim kröfum sem okkur eru settar frá okkar merkjum úti í heimi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál