10 hlutir sem eru ómissandi á vorin

Óskalisti vikunnar er sumarlegur!
Óskalisti vikunnar er sumarlegur! Samsett mynd

Það er óhætt að segja að það sé vor í lofti – sólin skín og páskarnir eru rétt handan við hornið. Þótt hitatölurnar leiki ekki endilega við landsmenn getum við alltaf bætt smá hlýju inn í lífið með fallegum og sumarlegum litum, hvort sem það er í klæðnaði, á heimilið eða jafnvel með snyrtivörum!

Á óskalista vikunnar finnur þú tíu sumarlegar og glaðlegar vörur sem gera biðina eftir hærri hitatölum bærilegri.

Kandífloss á æfingu!

Mörg tegnum við kandífloss við sumarið enda eiga flestir minningar af sér með klístraða fingur eftir kandíflossát á sumarhátíðum. Æfingafötin verða því ekki sumarlegri en þetta flotta sett frá Aim'n, en það er í litnum Cotton Candy, eða kandífloss, og kemur þér í sumargír á mettíma!

Fallegt sett frá Aim'n fæst hjá Wodbúð. Buxurnar kosta 9.500 …
Fallegt sett frá Aim'n fæst hjá Wodbúð. Buxurnar kosta 9.500 kr. og toppurinn kostar 5.500 kr. Skjáskot/Instagram

Gleði við matarborðið!

Bættu smá litagleði inn á heimilið með handgerðu keramiki eftir Heklu Nínu. Línuna kallar hún Sommerfest og samanstendur af sérlega fallegum og litríkum munum eins og bollum, diskum og undirskálum, sem fegra hvaða matarborð sem er!

Fallegur og sumarlegur diskur eftir Heklu Nínu fæst á heklanina.is …
Fallegur og sumarlegur diskur eftir Heklu Nínu fæst á heklanina.is og kostar 6.500 kr. Ljósmynd/Höskuldur Þór Jónsson

Fagurgrænn!

Þessi fagurgræni toppur er ekki bara guðdómlegur á litinn heldur líka með trylltu sniði sem fangar augað. Það er auðvelt að fríska upp á fataskápinn fyrir vorið með honum!

Toppur frá NDN fæst hjá Andreu og kostar 18.900 kr.
Toppur frá NDN fæst hjá Andreu og kostar 18.900 kr. Ljósmynd/Andrea.is

Í anda Laufeyjar!

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er ein best klædda kona landsins, en hún elskar svokallaða ballerínuskó og við gerum það að sjálfsögðu líka!

Skór fást hjá Zara og kosta 6.995 kr.
Skór fást hjá Zara og kosta 6.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Þægindin í fyrsta sæti!

Þú slærð tvær flugur í einu höggi með þessari blússu, en hún er bæði falleg og þægileg. Svo er liturinn fullkominn fyrir vorið og sumarið!

Ljósblá bundin skyrta fæst hjá Fou22 og kostar 7.900 kr.
Ljósblá bundin skyrta fæst hjá Fou22 og kostar 7.900 kr. Ljósmynd/Fou22.is

Litlu hlutirnir!

Það þarf oft bara að bæta smá litagleði við lúkkið til að lyfta stemningunni upp. Það er auðvelt að gera það með þessum fallegu hárklemmum sem gleðja sannarlega augað. 

Appelsínugul hárklemma fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 3.900 kr.
Appelsínugul hárklemma fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 3.900 kr. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Draumakjóllinn!

Það er alltaf jafn gaman að draga fram kjólana og pilsin með hækkandi sól, en þessi kjóll er algjör draumur fyrir sumarið!

Fallegur kjóll fæst hjá Fou22 og kostar 18.900 kr.
Fallegur kjóll fæst hjá Fou22 og kostar 18.900 kr. Ljósmynd/Fou22.is

Formfegurð og litagleði!

Þessi formfagri vasi frá House Doctor gefur heimilinu ferskan blæ, en honum er auðvelt að koma fyrir í nánast hvaða rými sem er þar sem bleiki liturinn tónar vel við margt.

Glervasi frá House Doctor fæst hjá Fakó og kostar 4.400 …
Glervasi frá House Doctor fæst hjá Fakó og kostar 4.400 kr. Ljósmynd/Fako.is

Ljómandi í sumar!

Hvern dreymir ekki um að skarta ljómandi og sólkysstri húð í sumar? Það er tilvalið að byrja undirbúninginn strax, en þessi maski er hreinsandi en gefur húðinni um leið þennan eftirsótta ljóma sem allir eru að tala um!

Andlitsmaski frá Sisley Paris fæst hjá Beutybox og kostar 19.280 …
Andlitsmaski frá Sisley Paris fæst hjá Beutybox og kostar 19.280 kr. Ljósmynd/Beautybox.is

Dýrmætar minningar!

Það er gaman að geta fest dýrmætar minningar á filmu og ekki verra að gera það með þessari falegu fjólubláu myndavél!

Fujifilm myndavél fæst hjá Elko og kostar 17.495 kr.
Fujifilm myndavél fæst hjá Elko og kostar 17.495 kr. Ljósmynd/Elko.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál