Svolítið þungir og ólíkir sjálfum okkur

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Ardian Ismajl í leiknum …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Ardian Ismajl í leiknum í kvöld. AFP

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við byrjuðum leikinn bara illa, svipað og í leiknum við Moldóvu heima á Laugardalsvelli. En við komumst aftur inn í leikinn og náðum að jafna 1:1 og svo 2:2. Svo erum við svolítið opnir en kannski að reyna að skora þriðja markið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við RÚV eftir tap íslenska landsliðsins gegn Albönum í undankeppni EM í kvöld.

„Ég held að við höfum allir virkað svolítið þungir og ólíkir sjálfum okkur. Við vorum svolítið hægir og lítið um möguleika fram á við. Við vorum í erfiðleikum með vörn þeirra og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að komast aftur inn í leikinn og vorum í ágætri stöðu en þetta var mjög lélegt í endann.

Það eru fjórir leikir eftir og við eigum eftir að spila við Tyrkland. Það er möguleiki á að komast áfram með því að ná þeim. Við höfum farið áður til Tyrklands og náð þremur stigum og við verðum að gera það sama,“ sagði Gylfi, sem skoraði fyrra mark Íslands í leiknum og hann hefur þar með skorað 21 mark fyrir íslenska landsliðið en Gylfi lék í kvöld sinn 70. landsleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert