Stjarnan náði í stig á heimavelli toppliðsins

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir úr Val og Sædís Rún Heiðarsdóttir úr …
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir úr Val og Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór

Valur og Stjarnan skildu jöfn, 1:1, í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Úrslitin þýða að forskot Vals á toppnum er aðeins tvo stig en Stjarnan er áfram í þriðja sæti, nú með 20 stig.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og því við hæfi að hálfleikstölur voru 1:1. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni yfir á 30. mínútu með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Gyðu Kristínu Gunarsdóttur frá hægri.

Valskonur jöfnuðu hinsvegar þremur mínútum fyrir lok hálfleiksins með svipuðu marki en þá skoraði hin bandaríska Cyera Hintzen úr teignum eftir góðan undirbúning frá Ídu Marín Hermannsdóttur.

Liðunum gekk frekar illa að skapa sér mjög opin marktækifæri í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Valskonur hafi verið sterkari síðustu 20 mínúturnar og pressað nokkuð á Stjörnukonur. Inn vildi boltinn hinsvegar ekki og liðin skiptu því með sér stigunum.

Valur 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) á skot framhjá Færi! Stjarnan næstum því búin að skora sigurmarkið. Eftir snögga skyndisókn fær Ingibjörg gott færi í teignum en setur boltann hárfínt framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert