Erfiður dráttur Íslands í umspilinu

Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik Íslands og Belgíu …
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik Íslands og Belgíu á EM í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland mætir annaðhvort Portúgal eða Belgíu á útivelli í umspili um laust sæti á HM kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Íslenska liðið er sem stendur í 14. sæti heimslista FIFA en Belgía er í 19. sætinu og Portúgal í 27. sæti.

Ísland og Belgía gerðu 1:1-jafntefli í D-riðli Evrópumótsins á Englandi í Manchester í sumar þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark íslenska liðsins.

Leikur Íslands fer fram hinn 11. október en ef Ísland vinnur í venjulegum leiktíma eða framlengingu er liðið komið á HM.

1. umferð umspilsins:

Skotland - Ausutrríki
Wales - Bosnía
Portúgal - Belgía

2. umferð umspilsins:

Portúgal/Belgía - ÍSLAND
Skotland/Austurríki - Írland
Sviss - Wales/Bosnía

Dregið í umspil fyrir HM opna loka
kl. 11:40 Textalýsing 2. umferðin: Portúgal/Belgía - ÍSLAND, Skotland/Austurríki - Írland, Sviss - Wales/Bosnía.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert