FH fór illa með ÍA í fallslagnum

FH-ingurinn Davíð Snær Jóhannsson stekkur hærra en Skagamaðurinn Wout Droste …
FH-ingurinn Davíð Snær Jóhannsson stekkur hærra en Skagamaðurinn Wout Droste í Kaplakrika í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH vann afar sannfærandi 5:1-sigur á ÍA er liðin mættust í fallslag í Bestu deild karla í fótbolta í 21. umferðinni í dag. FH er nú fjórum stigum á undan ÍA þegar sex leikir eru eftir.

FH-ingar byrjuðu með látum því staðan var orðin 1:0 eftir aðeins fjórar mínútur.  Árni Marinó Einarsson í marki ÍA tók þá Davíð Snæ Jóhannesson niður innan teigs og FH fékk víti sem Matthías Vilhjálmsson skoraði af öryggi úr.

FH var áfram betri aðilinn eftir markið og Hafnarfjarðarliðið tvöfaldaði forskotið á 17. mínútu þegar Vuk Oskar Dimitrijevic hristi af sér varnarmann og skoraði framhjá Árna eftir sendingu frá Davíð.

ÍA fékk líflínu á 33. mínútu, en þá skoraði Steinar Þorsteinsson með laglegu skoti eftir sendingu frá Johannes Vall. FH var hins vegar sterkara liðið í fyrri hálfleik og heimamenn náðu aftur tveggja marka forskoti á 41. mínútu þegar Oliver Heiðarsson batt endahnútinn á góða sókn FH og var staðan í leikhléi því 3:1.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri, en FH bætti þó við þriðja markinu á 82. mínútu þegar Vuk Oskar skoraði sitt annað mark eftir lagleg tilþrif í vítateig ÍA.

Varamaðurinn Steven Lennon sá svo um að gera fimmta markið aðeins mínútu síðar þegar hann fylgdi á eftir markvörslu frá Árna Marinó. Markið var það 100. sem Lennon skorar í efstu deild hér á landi.

FH-ingar voru ekki hættir því Máni Austmann Hilmarsson gerði sjötta markið í uppbótartíma eftir sendingu frá Lennon og þar við sat. 

FH 6:1 ÍA opna loka
90. mín. Viktor Jónsson (ÍA) á skot sem er varið Af löngu færi og boltinn beint á Atla sem grípur örugglega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert