Uppátæki Ronaldo á Íslandi vekur mikla kátínu (myndskeið)

Stórstjarnan Cristiano Ronaldo á æfingu portúgalska landsliðsins í gær.
Stórstjarnan Cristiano Ronaldo á æfingu portúgalska landsliðsins í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Uppátæki portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldos á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær hefur vakið mikla kátínu hjá netverjum í dag.

Ronaldo, sem er 38 ára gamall, er fyrirliði portúgalska liðsins en Portúgal mætir Íslandi í J-riðli undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld.

Ronaldo sat fyrir svörum á fundinum, ásamt landsliðsþjálfaranum Roberto Martínez, og var meðal annars spurður að því af íslenskum fjölmiðlamanni hvaða knattspyrnumann hann vildi helst fá til félagsliðs síns Al-Nassr.

Ronaldo benti á Sæbjörn Þór Þórbergsson, fréttaritara fótbolta.net sem bar upp spurninguna, og sagði þig.

Myndskeið af atvikinu er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur það vakið mikla kátínu hjá netverjum eins og áður sagði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert