Viðar Örn til Akureyrar

Viðar Örn Kjartansson er kominn til KA.
Viðar Örn Kjartansson er kominn til KA. Ljósmynd/KA

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir KA á Akureyri. Viðar, sem er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður, lék síðast með CSKA 1948 í Búlgaríu.

Framherjinn hefur leikið sem atvinnumaður erlendis frá árinu 2014 er hann gekk í raðir Vålerenga frá Noregi.

Á skrautlegum ferli hefur Viðar einnig leikið í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi og Búlgaríu.

Hinn 34 ára Viðar hefur leikið 72 leiki í efstu deild og skorað í þeim 25 mörk. Þá hefur hann gert 24 mörk í 44 leikjum í 1. deild. Í 32 A-landsleikjum hefur Selfyssingurinn gert fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert