Rooney vildi ekki fara til Kína

Wayne Rooney í leik með Everton.
Wayne Rooney í leik með Everton. AFP

Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney ákvað að hafna himinháum peningaupphæðum frá Kína til að ganga í raðir uppeldisfélags síns Everton í sumar. Ástæðan er sú að Rooney kann að meta pressuna sem fylgir því að spila á Englandi og sérstaklega með uppeldisfélaginu.

Rooney skrifaði undir tveggja ára samning við Everton í sumar og segir hann að Kína sé ekki fyrir sig. „Það er ekki fyrir mig, ég þarf markmið og ég þarf pressuna. Ég hefði ekki verið eins spenntur að halda áfram í fótbolta ef ég hefði elt peningana,“ sagði Rooney við BBC. 

„Það er mikið meiri pressa að fara til Everton og það er það sem ég vildi. Ég vildi sanna mig fyrir stuðningsmönnum Everton og hjálpa félaginu að vinna titla. Vonandi tekst það á næstu árum,“ sagði Rooney. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert