O'Shea orðinn liðsfélagi Jóns Daða

John O'Shea hefur skrifað undir eins árs samning við Reading.
John O'Shea hefur skrifað undir eins árs samning við Reading. Ljósmynd/@ReadingFC

Varnarmaðurinn John O'Shea er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Reading en þetta var tilkynnt í dag. Hann kemur til félagsins frá Sunderland þar sem hann hefur spilað, undanfarin sjö ár. Hann skrifar undir eins árs samning við Reading sem leikur í ensku B-deildinni en Jón Daði Böðvarsson hefur leikið með liðinu frá árinu 2017.

Þessi 37 ára gamli miðvörður er afar reynslumikill en hann spilaði með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United á árunum 1999 til 2011. Hann samdi svo við Sunderland árið 2011 en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta sumar. Liðið féll svo í ensku C-deildina í vor eftir dapurt gengi og var félagið selt á dögunum. O'Shea á að baki 118 landsleiki fyrir Íra en hann lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum eftir 2:1 sigur á Bandaríkjunum í vináttuleik í Dublin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert