Umboðsmaður Jorginho mættur til Englands

Jorginho er að ganga til liðs við Manchester City samkvæmt …
Jorginho er að ganga til liðs við Manchester City samkvæmt enskum fjölmiðlum. AFP

Umboðsmaður Jorginho, miðjumanns Napoli er mættur til Englands en leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við enska knattspyrnufélagið Manchester City að undanförnu. Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Napoli og City séu nú í samningaviðræðum um kaupverðið á leikmanninum.

Ítalska félagið vill fá í kringum 43 milljónir punda fyrir Jorginho og er City sagt tilbúið að borga þessa upphæð. Þá er Cristiano Giuntoli, yfirmaður íþróttamála hjá Napoli einnig mættur til Manchester til þess að ganga frá sölunni. 

Jorginho var sterklega orðaður við City í janúarglugganum síðasta en ítalska félagið vildi ekki selja leikmanninn á miðju tímabili. Hann spilaði 33 leiki með Napoli í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 2 mörk og lagði upp önnur 4. Þá á hann að baki 8 landsleiki með Ítölum en hann er 26 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert