Vilja kaupa leikmann Liverpool

Rhian Brewster er eitt mesta efnið í enskum fótbolta í …
Rhian Brewster er eitt mesta efnið í enskum fótbolta í dag. AFP

Sheffield United vill kaupa sóknarmanninn Rhian Brewster af Liverpool en Chris Wilder, knattspyrnustjóri United, staðfesti þetta á blaðamannafundi sínum í dag.

Brew­ster er ein­ung­is tví­tug­ur að aldri en fjöl­mörg lið í ensku úr­vals­deild­inni hafa spurst fyr­ir um leik­mann­inn að und­an­förnu. „Ég ætla ekki að halda því fram að við séum ekki að skoða hann,“ sagði Wilder en hann var að ræða við blaðamenn fyrir leikinn gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni á mánudaginn. „Félögin eru að ræða saman, þetta er í höndum yfirmanna minna núna,“ bætti hann við en Liverpool er sagt tilbúið að selja Brewster fyrir um 20 milljónir samkvæmt Sky Sports.

Fram­herj­inn lék sem lánsmaður hjá Sw­an­sea á seinni hluta síðasta tíma­bils í ensku B-deild­inni. Þar skoraði hann ell­efu deild­ar­mörk í 21 byrj­un­arliðsleik. Hann er af mörg­um tal­inn eitt mesta efnið í ensk­um fót­bolta en hann varð marka­hæsti leikmaður á HM U17 þegar enska liðið varð heims­meist­ari á Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert