Chelsea tók stórt skref í áttina að úrslitaleiknum

Leikmenn Chelsea fagna öðru marki leiksins.
Leikmenn Chelsea fagna öðru marki leiksins. AFP

Chelsea er í góðum málum í einvígi sínu gegn Tottenham í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta eftir 2:0-heimasigur í fyrri leik liðanna í kvöld.  

Chelsea byrjaði af gríðarlegum krafti og fyrsta markið kom strax á 5. mínútu. Það gerði Kai Havertz eftir sendingu frá Marcos Alonso en þeir nýttu sér slæm mistök hjá Japhet Tanganga í vörn Tottenham.

Chelsea hélt áfram að sækja og það var verðskuldað þegar liðið komst í 2:0 á 34. mínútu en þá skoraði Ben Davies skrautlegt sjálfsmark þegar Tanganga skallaði boltann í bakið á varnarmanninum og í netið.

Heimamenn voru mun sterkari allan hálfleikinn og voru líklegri til að bæta við en Tottenham að minnka muninn en staðan í hálfleik var 2:0.

Yfirburðir Chelsea voru ekki eins miklir í seinni hálfleik en Tottenham gekk illa að skapa sér opin marktækifæri á meðan Chelsea sigldi sigrinum örugglega í höfn. Var Chelsea líklegra til að bæta við mörkum en Tottenham að minnka muninn.

Seinni leikur liðanna fer fram 12. janúar næstkomandi á heimavelli Tottenham. Sigurliðið í einvíginu mætir annaðhvort Arsenal eða Liverpool í úrslitum.

Chelsea 2:0 Tottenham opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert