Ítalía á HM

Leikmenn ítalska landsliðsins fagna HM sætinu í kvöld.
Leikmenn ítalska landsliðsins fagna HM sætinu í kvöld. Ljósmynd/@azzurri

Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á lokamóti HM 2019 sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Ítalía tók á móti Portúgal á Artemio Franchi-vellinum í Firenze í undankeppni HM en leiknum lauk með 3:0 sigri heimakvenna. Það voru þær Cristiana Girelli, Cecilia Salvai og Barbara Bonansea sem skoruðu mörk ítalska liðsins í kvöld.

Ítalir eru með fullt hús stiga í F-riðli með 21 stig eftir 7 leiki. Liðið á einn leik eftir í undankeppninni gegn Belgum en þær sitja í öðru sæti riðilsins með 10 stig og geta því ekki náð ítalska liðinu að stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert