Bikarmeistararnir byrjuðu á sigri

Guðlaugur Victor Pálsson varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Guðlaugur Victor Pálsson varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.

Fyrsta umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fer fram um helgina og þeir tveir Íslendingar sem spila í deildinni voru í eldlínunni með sínum liðum í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum stað með fyrirliðabandið í byrjunarliði Zürich sem hóf mótið á 2:1-heimasigri gegn FC Thun. Marco Schonobachler og Adrian Winter skoruðu mörk heimamanna sitthvorumegin við hálfleikinn en Guðlaugur var í hjarta varnarinnar allan tímann og valinn maður leiksins.

Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son var svo á miðjunni hjá Grasshoppers, með fyrirliðabandið eins og landi sinn, í 2:0-tapi á útivelli gegn meisturunum Young Boys. Rúnar spilaði allan leikinn en samherji hans, Souleyman Doumbia, fékk rautt spjald skömmu eftir hálfleik er staðan var markalaus. Heimamenn gengu á lagið og skoruðu tvö mörk eftir það til að innsigla stigin þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert