Sá fyrsti í 32 ár

Haris Seferovic fagnar marki gegn Belgum í gærkvöld.
Haris Seferovic fagnar marki gegn Belgum í gærkvöld. AFP

Haris Seferovic var svo sannarlega maður leiksins þegar Svisslendingar skelltu Belgum 5:2 í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í gærkvöld og tryggðu sér þar með sigurinn í riðlinum og sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar sem leikin verða í Portúgal í júní á næsta ári.

Seferovic skoraði þrennu í mögnuðum sigri Svisslendinga en þeir lentu 2:0 undir snemma leiks. Þetta var fyrsta þrenna Seferovic fyrir Sviss og hann varð um leið fyrsti leikmaðurinn til að að skora þrjú mörk á móti Belgum frá því Igor Belanov gerði það í 4:3 sigri Sovétmanna á Belgum á HM árið 1986.

„Við vorum sofandi fyrstu 20 mínútur leiksins en eftir það var frammistaða okkar fullkomin. Við byrjuðum þá að spila fótbolta og skoruðum fimm góð mörk,“ sagði Seferovic eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert