Einna bestur af þeim ungu

Grétar Rafn Steinsson
Grétar Rafn Steinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, verður í dag formlega kynntur til sögunnar sem nýr starfsmaður úrvalsdeildarfélagsins Everton.

Vefmiðillinn Training Ground Guru, sem fjallar um málefni knattspyrnuþjálfara á margvíslegan hátt, skýrði frá þessu í gær og samkvæmt því verður starfsheiti Grétars þar „Chief European Scout“, eða „yfirnjósnari“ félagsins í Evrópu, þ.e. utan Bretlandseyja.

Samkvæmt Liverpool Echo hefur Everton verið með fjóra starfandi „njósnara“ á meginlandi Evrópu, einn sem hefur séð um Spán, Frakkland og Portúgal, en hinir þrír um Holland, Belgíu og Ítalíu.

Grétar, sem er 36 ára gamall Siglfirðingur og lagði skóna á hilluna vegna meiðsla fyrir fimm árum, hefur undanfarin fjögur ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá enska C-deildarfélaginu Fleetwood Town. Samkvæmt Training Ground Guru var hans síðasti vinnudagur þar í gær.

Grétar skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið ekki alls fyrir löngu en Fleetwood hefur á undanförnum árum fest sig vel í sessi í C-deildinni eftir að hafa klifrað hratt upp ensku deildirnar á örfáum árum. Grétar kveður liðið í 12. sæti af 24 liðum. Þar hefur hann undanfarna mánuði starfað með hinum umdeilda fyrrverandi leikmanni Joey Barton sem knattspyrnustjóra en TGG segir að Barton muni sjálfur ásamt framkvæmdastjóra félagsins taka yfir meginhlutann af starfsskyldum Grétars.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert