Bayern marði liðsfélaga Alfreðs

Niklas Süle og Sergio Cordova eigast við í kvöld.
Niklas Süle og Sergio Cordova eigast við í kvöld. AFP

Bayern München er aðeins tveimur stigum frá toppliði Dortmund í efstu deild Þýskalands í fótbolta eftir 3:2-útisigur á Augsburg í kvöld. Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðsla. 

Augsburg komst yfir eftir aðeins 13 sekúndur er Leon Goretzka skoraði sjálfsmark. Kingsley Coman jafnaði á 17. mínútu en aftur komst Augsburg yfir þegar Dong-Won Ji skoraði á 23. mínútu. 

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Coman hins vegar aftur og David Alaba skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.

Bayern er með 48 stig í öðru sæti, en Dortmund á leik til góða. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar og í fallhættu. 

Í ítölsku knattspyrnunni skoruðu Paulo Dybala, Leonardo Bonucci og Cristiano Ronaldo í 3:0-sigri Juventus á Frosinone. Juventus er með 14 stiga forskot á Napoli á toppnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert